„Hárrétt lögfræðileg niðurstaða“

Egill Einarsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans. Mannréttindadómstóll Evrópu ...
Egill Einarsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að íslenska ríkið skuli greiða Agli skaðabæt­ur vegna dóma Hæsta­rétt­ar og héraðsdóms. Þar var blogg­ari sýknaður af skaðabóta­kröfu vegna mynd­birt­ing­ar og um­mæli sem hann ritaði um Egil á In­sta­gram. mbl.is/ Rósa Braga

„Ég tel að þetta sé hárrétt lögfræðileg niðurstaða,“ segir Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, lögmaður Eg­ils Einarssonar. Hann kveðst hafa rætt við skjólstæðing sinn í morgun og að Egill hafi verið mjög sáttur við niðurstöðuna.

Greint var frá því í morgun að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi úrskurðað að íslenska ríkið þurfi að greiða Agli Ein­ars­syni skaðabæt­ur vegna dóma Hæsta­rétt­ar og héraðsdóms. Þar var blogg­ari sýknaður af skaðabóta­kröfu vegna mynd­birt­ing­ar og um­mæli sem hann ritaði um Egil á In­sta­gram. Segir í úrskurði Mann­rétt­inda­dóm­stólsins að þar hafi verið brotið á stjórn­ar­skrár­vörðum rétti Eg­ils til friðhelgi einka­lífs.

Um er að ræða um­mæli sem rituð voru um Egil á In­st­astram af Inga Kristjáni Sig­ur­mars­syni árið 2012. Áður hafði sak­sókn­ari fallið frá því að ákæra Egil fyr­ir nauðgun og önn­ur kyn­ferðis­brot.

Breytir ekki réttinum til friðhelgi einkalífs

 „Dómur Mannréttindadómstólsins er vel rökstuddur og tekur algjörlega á kjarna þessa máls sem er sá, að jafnvel þó að menn eigi í orðaskaki við náungann og viðkomandi sé þjóðþekktur, þá breytir það ekki því að viðkomandi á rétt til friðhelgi einkalífs eins og aðrir menn,“ segir Vilhjálmur.

Hæstirétt­ur staðfesti sýknu­dóm héraðsdóms árið 2014 í meiðyrðamáli sem Eg­ill Ein­ars­son höfðaði á hend­ur Inga Kristjáni Sig­ur­mars­syni fyr­ir ærumeiðandi aðdrótt­un. Hæstirétt­ur klofnaði í mál­inu, en meiri­hlut­inn sagði að tján­ing Inga hafi verið inn­an marka þess frels­is sem hon­um er tryggt í stjórn­ar­skrá. Þetta fellst Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hins veg­ar ekki á.

Eg­ill höfðaði meiðyrðamál á hend­ur Inga sem teiknaði ókvæðisorð á mynd af Agli og birti á In­sta­gram. Í stefn­unni var þess kraf­ist að Ingi yrði dæmd­ur til refs­ing­ar fyr­ir ærumeiðandi aðdrótt­an­ir með því að hafa breytt ljós­mynd af Agli þannig að hann teiknaði kross á hvolfi á enni hans, skrifaði „aum­ingi“ þvert yfir and­lit stefn­anda og „fuck you rap­ist bast­ard“ sem mynda­texta og birti ljós­mynd­ina þannig breytta á In­sta­gram, 22. nóv­em­ber 2012.

„Menn geta ekki sagt hvað sem er í slíkri umræðu, jafnvel þó hún sé hatrömm, og þeir geta alls ekki ásakað viðkomandi um alvarlegan glæp eins og þessi ungi maður gerði,“ segir Vilhjálmur. „Staðan er sú að hann fór með algjörlega staðlausa stafi, vitandi vits að sakamálið sem var til rannsóknar hafði verið fellt niður. Hann ákvað þó engu að síður að viðhafa ummælin og láta eins og viðkomandi hefði verið sakfelldur og dæmdur fyrir háttsemina.“

Sératkvæðin draga ekki úr vægi dómsins

Tveir dómarar Mannréttindadómstólsins skiluðu sératkvæði. Segir annar þeirra hinn ákærða vera að bregðast við viðtalinu í tímaritinu sem myndin af Agli var fram á, en hinn sagði umdeild og ögrandi ummæli Egils, sem og þá staðreynd að hann sé þekktur einstaklingur breyta mörkunum.

Vilhjálmur kveðst ekki telja sératkvæðin draga úr vægi dómsins. „Ég held að þetta sé kórrétt niðurstaða. Rökstuðningur meirihlutans er mjög sannfærandi svo ekki sé fastar að orði kveðið og í samræmi við málflutning okkar í þessu máli frá fyrstu stundu,“ segir hann. „Ég tel því einfaldlega að þetta sé hárrétt niðurstaða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Til sölu nokkrar fágætar bækur
Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum Ilions-kvæði 1856 Flateyjarbók,...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...