Árbæjarskóli sigurvegari Skrekks

Mikill fögnuður greip um sig þátttakendum í atriðið Árbæjarskóla er …
Mikill fögnuður greip um sig þátttakendum í atriðið Árbæjarskóla er úrslitin voru kunngerð. mbl.is/​Hari

Árbæjarskóli stóð uppi sem sigurvegari Skrekks hæfi­leika­hátíðar skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur sem haldin var í Borgarleikhúsinu nú í kvöld.

Átta skólar kepptu til úrslita að þessu sinni og voru það Austurbæjarskóli, Árbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Foldaskóli, Hagaskóli, Langholtsskóli, Réttarholtsskóli og Rimaskóli. Líkt og svo oft áður tóku krakk­arn­ir á stóru málunum í atriðum sín­um en geðheil­brigði, mennsk­an og sam­fé­lagið voru á meðal þess sem þau rýndu í með atriðum sín­um.

Nemendur Langholtsskóla höfnuðu í öðru sæti keppninnar og nemendur Réttarholtsskóla í því þriðja. 

Líkt og oft áður þá einkenndi mikill metnaður mörg atriðanna.
Líkt og oft áður þá einkenndi mikill metnaður mörg atriðanna. mbl.is/​Hari

Mikil stemning var meðal áhorfenda, en líkt og svo oft áður þá fór Skrekkur fram fyrir fullu húsi.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal áhorfenda og sagði hann í Facebook-færslu að keppni lokinni að gleði Árbæinga hefði verið  ósvikin. „Hugmyndaauðgi, metnaður og hæfileikar út í gegn.

Frábær atriði frá öllum skólum og ekki annað hægt en að vera þakklátur grunnskólunum og frístundastarfinu sem gefa svona ríkulega af sér og vera bjartsýnn á framtíðina með svona kynslóð að vaxa úr grasi!" sagði í færslu Dags.

Lið frá Hagaskóla báru sigur úr býtum í Skrekk í fyrra og hittiðfyrra með atriðunum RuGi og Elsku stelpur.

Áhorfendur skemmtu sér konunglega.
Áhorfendur skemmtu sér konunglega. mbl.is/​Hari
Litríki einkenndi búninga Árbæjarskóla.
Litríki einkenndi búninga Árbæjarskóla. mbl.is/​Hari
Boðið var upp á fjölda ólíkra atriða.
Boðið var upp á fjölda ólíkra atriða. mbl.is/​Hari
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal þeirra sem mættu á …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal þeirra sem mættu á úrslitakvöld Skrekks. mbl.is/​Hari
Átta skólar kepptu til úrslita í Skrekk, hæfi­leika­hátíð skóla- og …
Átta skólar kepptu til úrslita í Skrekk, hæfi­leika­hátíð skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur. mbl.is/​Hari
Líkt og fyrri ár þá sáu kynnarnir um að halda …
Líkt og fyrri ár þá sáu kynnarnir um að halda áhorfendum við efnið milli atriða. mbl.is/​Hari
Sigurlið Árbæjarskóla.
Sigurlið Árbæjarskóla. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Skrekkur 2017.
Skrekkur 2017. mbl.is/​Hari
Siguratriði Árbæjarskóla.
Siguratriði Árbæjarskóla. mbl.is/​Hari
Skrekkur 2017.
Skrekkur 2017. mbl.is/​Hari
Skrekkur 2017.
Skrekkur 2017. mbl.is/​Hari
Skrekkur 2017.
Skrekkur 2017. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert