Borgarstjóri stækkar garðinn sinn

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Golli

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær stækkun lóðar í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í breytingunni felst að lóð Óðinsgötu 8B stækkar um rúma 37 fermetra, á kostnað lóðar 8C við sömu götu.

Dagur segir í svari til mbl að þau hjónin hafi verið að stækka garðinn. „[Við] keyptum 37 fermetra ræmu þar sem áður var órækt og rósarunnar og bættum við okkar lóð,“ segir hann í svarinu.

Fram kemur í fundargerðinni að engin breyting sé gerð á byggingum á reitunum en á 8C er skilgreind sem íbúðahúsalóð. Þar er þó engin bygging heldur er lóðin að stærstum hluta nýtt sem bílastæði. Fram kemur að fyrir liggi samþykki meðlóðarhafa að Óðinsgötu 8C. Þá er samþykkt að fallið verði frá grenndarkynningu „þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.“

Hér sést lóðin sem um ræðir.
Hér sést lóðin sem um ræðir. Mynd / ja.is
mbl.is

Bloggað um fréttina