Fólk beðið um að fylgjast með spám

Vindaspá fyrir aðfaranótt föstudags.
Vindaspá fyrir aðfaranótt föstudags. Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er í gildi á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og á Suðausturlandi. Mjög fer að hvessa annað kvöld.

„Suðlæg átt, víða fremur hæg í dag. Slydda og sums staðar rigning SA- og A-lands, þurrt að kalla á NA-landi en annars él. Vestlægari og víða él með kvöldinu, en styttir upp að mestu um landið austanvert í fyrramálið. Norðvestlægari og bætir í vind austast seint á morgun, en spám ber ekki saman um hve mikið hvessi og er fólk hvatt til að fylgjast vel með spám næstu daga, sérstaklega þeir sem hyggja á ferðalög um austanvert landið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðvestlæg átt, 8-15 m/s og skúrir eða él, hvassast syðst, en bjartviðri fyrir austan. 
Suðlæg átt, 3-10 með morgninum, rigning eða slydda SA-lands, þurrt að kalla fyrir norðan, en annars dálítil él. Vestlægari og bætir í vind A-til, en úrkomuminna seint í kvöld.
Vestan 8-15 og víða él á morgun, en þurrt að kalla um landið A-vert. NV-lægari og hvessir austast annað kvöld. Hiti 0 til 5 stig S-til að deginum, en annars kringum frostmark.

Á fimmtudag:

Vestlæg átt, 5-10 m/s og dálítil él, en gengur í norðvestan 13-20 m/s með dálítilli snjókomu eða slyddu A-lands, hvassast á annesjum. Hiti um frostmark, en 2 til 7 stiga frost til landsins. 

Á föstudag:
Norðan og norðvestan 13-20 m/s, hvassast við A-ströndina. Víða snjókoma eða él, en léttir til sunnan- og vestanlands. Dregur heldur úr frosti. 

Á laugardag:
Minnkandi norðvestanátt og él með N- og A-ströndinni, en annars bjartviðri. Harðnandi frost. 

Á sunnudag:
Norðaustlæg átt með éljum á víð og dreif og fremur kalt, en lengst af þurrt SV-til. 

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir áframhaldandi NA-átt með ofankomu N- og A-til, en þurrt og bjart veður syðra. Frost um allt land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert