Segir velunnara reyna kaup á ÍNN

Ingvi Hrafn virðist bjartsýnn á framhaldið.
Ingvi Hrafn virðist bjartsýnn á framhaldið. ÍNN

Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsmaður og stjórnandi þáttarins Hrafnaþing á ÍNN, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hópur velunnara ÍNN eigi í viðræðum við skiptastjóra um kaup á félaginu. Fyrr í dag var greint frá því að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar hefðu ákveðið að leggja stöðina niður og að útsendingum yrði hætt í kvöld.

Í tilkynningu sem birt var á Facebook-síðu sjónvarpsstöðvarinnar í dag kom fram að ÍNN hefði glímt við mikinn skuldavanda um árabil. Tækja­búnaður stöðvar­inn­ar þarfn­aðaist end­ur­nýj­un­ar og ljóst væri að stöðin yrði ekki rek­in áfram nema nýtt fjár­magn kæmi til.

Miðað við færsluna sem Ingvi Hrafn birtir á Facebook, þá er hann bjartsýnn á að kaup á félaginu takist. „Hrafnaþing verður sennilega á sínum stað á morgun,“ skrifar hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert