„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir einsýnt að Foss hefði ...
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir einsýnt að Foss hefði gert endurkröfu á OR, ef farið hefði verið fram á tveggja milljarða króna úrbætur. mbl.is/Árni Sæberg

„Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Orkuveitan, sem seldi húsið til Foss, félags í eigu lífeyris- og fjárfestingasjóða, fyrir 5,1 milljarð árið 2013, hefur komist að samkomulagi um að kaupa húsin aftur á 5,6 milljarða. Í millitíðinni hefur komið í ljós að vesturhúsið er mjög mikið skemmt eða jafnvel ónýtt.

Áætlað er að kostnaður við viðgerðir vegna raka og mygluskemmda í húsinu hlaupi á um tveimur milljörðum króna. Bjarni segir að OR hafi selt húsið í góðri trú árið 2013 en síðustu tvö árin hafi verið að koma í ljós hversu viðamiklar skemmdir á húsinu séu.

Hann segir að mönnum hafi brugðið. Við hafi blasað að OR gat ekki lagt í tveggja milljarða króna viðgerðir. Foss hafi heldur ekki haft á því áhuga að leggja í slíkan kostnað við hús sem félagið var nýbúið að kaupa. „Þeir höfðu keypt gallað hús,“ segir Bjarni.

Kvað á um kaupverð í samningi

Spurður hvers vegna OR hafi ákveðið að kaupa húsið nú segir hann að tímasetningin sé aukaatriði. Staðan hafi verið afar flókin og vilji hafi staðið til að leysa hana. OR, sem byggði húsið, hafi að auki leigt það af Fossi með endurkauparétti eftir tíu ár annars vegar og 20 ár hins vegar. Lágmarksleigutími hafi verið tíu ár. Hann segir að í samningnum hafi verið kveðið á um hvernig kaupverð yrði reiknað, ef til þess kæmi að OR nýtti rétt sinn til að kaupa það. Verðgildi hússins skyldi uppreiknað með vísitölu neysluverðs að viðbættu 2,5% einskiptisálagi. Foss og OR hafi nú samþykkt kaupverð sem sé undir því viðmiði, auk þess sem Foss afsali sér framtíðarleigutekjum.

Orkuveita Reykjavíkur. Sá helmingur hússins sem er vinstra megin á ...
Orkuveita Reykjavíkur. Sá helmingur hússins sem er vinstra megin á myndinni stendur auður. mbl.is/Hjörtur

Bjarni bendir á að ávöxtun söluandvirðisins frá árinu 2013 hafi verið 331 milljón umfram greiddar leigutekjur. OR hafi greitt 906 milljónir í leigu en ávaxtað söluandvirðið um 1.237 milljónir króna.

Hefðu gert endurkröfu

Bjarni segir að OR hafi farið í viðræðurnar með „sanngirnissjónarmið að leiðarljósi“. Staðan hafi verið vond fyrir alla aðila. Spurður hvort eðlilegt sé að kaupa ónýtt hús á nánast fullu verði svarar Bjarni því til að ef OR hefði gert þá kröfu á Foss að félagið lagfærði húsið hefði kaupandinn, sem þeir leigi af, gert endurkröfu á OR, vegna galla á húsnæðinu. „Er skynsamlegt að fara í nokkurra ára hugsanleg málaferli og láta húsið standa autt, engum til gagns, árum saman?“ spyr hann og lýsir þeirri skoðun sinni að það hefði hvorki verið til hagsbóta fyrir OR né Foss – og kostað mikla fjármuni.

Í ágúst var kynnt svört mynd af ástandi hússins en vesturhúsið svokallaða stendur autt. Fram kom þar að til álita hafi komið að rífa þann helming hússins. Í tilkynningu frá OR kemur fram að nákvæmara mat á ýmsum valkostum standi yfir. Þeim hafi fjölgað frá því í ágúst en engin lending sé komin. Fyrsta skerf hafi verið að fá fullt forræði yfir eignunum.

Erfið leit að hlutlausum manni

Spurður um næsta skref segir Bjarni að leit standi yfir að dómkvöddum matsmanni til að leggja mat á skemmdirnar. Leit að slíkum manni sé tímafrek og erfið í litlu landi, þar sem flestir séu á einhvern hátt tengdir. Hann segir að til greina komi að leita út fyrir landsteina að hlutlausum aðila sem allir aðilar geti sæst á. Nokkur ár geti liðið áður en niðurstaða þess manns liggi fyrir. Eftir þeirri niðurstöðu muni Orkuveitan ekki bíða, heldur hefjast handa við að finna heppilega lausn.

Í tilkynningu frá OR í dag kemur fram að OR muni eftir sem áður standa vörð um hagsmuni fyrirtækisins gagnvart þeim sem að húsbyggingunni komu „með tilliti til hugsanlegra bóta“.

mbl.is

Innlent »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Lokuðu skemmtistað

08:55 Skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur var lokað í nótt þar sem nokkrir gesta staðarins voru undir aldri. Þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart umræddum stað, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill var í nótt og fangageymslur nánast fullar.   Meira »

Stefnir í góðan dag í Hlíðarfjalli

08:44 Forsvarsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segja að það stefni í góðan dag í fjallinu en um tvö þúsund manns voru á skíðum þar í gær. Lokað verður í Bláfjöllum en opið í Skálafelli. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »
VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...