UNICEF veitir skólum viðurkenningar

Flataskóli í Garðabæ fékk viðurkenningu UNICEF í dag.
Flataskóli í Garðabæ fékk viðurkenningu UNICEF í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilefni alþjóðlegs dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Í samstarfi við UNICEF leggja þessir skólar og frístundaheimili Barnasáttmálann til grundvallar í öllu sínu í starfi.

Af því tilefni skrifuðu börn í Flataskóla skilaboð til stjórnvalda sem voru afhent í dag. Þau skilaboð eru meðal annars að: öll börn eiga að fá vernd gegn ofbeldi, öll börn eiga að ganga í skóla og eiga vini og fjölskyldu og að stelpur og strákar eiga jafn mikinn rétt til að tjá sig. Skilaboðunum verður komið til nýrrar ríkisstjórnar þegar hún hefur verið mynduð og vonast börnin til að skilaboðin muni berast til leiðtoga heimsins.

Ævar Þór Benediktsson tók við áskorunum barna í Flataskóla til ...
Ævar Þór Benediktsson tók við áskorunum barna í Flataskóla til ráðamanna heimsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ungmennaráð UNICEF á Íslandi framleiddi myndbönd í tilefni dagsins þar sem nokkur börn tjá sig um það sem skiptir þau máli svo sem hverju þau myndu breyta í heiminum ef þau fengju að ráða og hvað þau myndu gera sem forseti Íslands í einn dag.

Mikilvægt að fullorðnir hlusti meira á börnin

„Börn vita best hvernig er að vera börn og því finnst okkur mikilvægt að fullorðnir hlusti meira á þeirra skoðanir og leyfi þeim að tjá sig. Enda eru það mikilvæg réttindi barna. Þess vegna ákváðum við að búa til þessi myndbönd, til að leyfa börnum að segja sínar skoðanir,“ segir Anna Arnarsdóttir, starfandi formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, í tilkynningu.

Ævar Þór Benediktsson í Flataskóla.
Ævar Þór Benediktsson í Flataskóla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gleðst yfir þeim mikla árangri sem náðst hefur við að bæta stöðu barna um allan heim, en minnir um leið á að þrátt fyrir miklar framfarir þá eru réttindi barna víða brotin. Til að mynda býr nú mikill fjöldi barna (eitt af hverjum 12) við meiri óvissu um framtíð sína, heldur en ríkti um framtíð foreldra þeirra þegar þau voru börn.  

Hvað þýðir #börnfáorðið?

Yfirskrift alþjóðlegs átaks UNICEF á alþjóðlegum degi barna er #KidsTakeOver eða #börnfáorðið og eru ýmsar uppákomur skipulagðar um allan heim. Yfir 130 lönd taka þátt á átakinu þar sem börnum er gefinn vettvangur til að tjá sig um þau mál sem brenna á þeim. Tilgangurinn er að minna á að börn eiga mikilvæga rödd og að þau skulu vera þátttakendur í ákvörðunum sem munu móta framtíð þeirra.

Börnin voru stolt af verðlaununum.
Börnin voru stolt af verðlaununum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþjóðlega munu þekktir leikarar, þjóðarleiðtogar og velgjörðasendiherrar UNICEF um allan heim taka þátt í deginum. Í stuttmynd sem unnin var af UNICEF í samstarfi við David Beckham ræða börn stöðu heimsmála, á Spáni munu börn taka yfir fótboltaleikvang FC Barcelona með Messi og félögum og nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk var frumsýnt svo nokkuð sé nefnt. Auk þess munu leikkonurnar Dafne Keen (Logan) og Isabela Moner (Transformers: the Last Knight), ásamt Nickelodeon stýra samkomu 150 barna í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

„Markmið #börnfáorðið átaks UNICEF á Íslandi er að minna á það að börn eru mikilvægur hluti af okkar samfélagi og að hlusta eigi á þau, í dag og alla aðra daga. Markmiðið er einnig að vekja athygli á réttindum barna um allan heim og gefa börnum tækifæri til að tjá sig um þau mál sem hafa áhrif á þau og berjast fyrir réttindum sínum og annarra barna,” segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, einnig í tilkynningu. 

Nemendur í Laugarnesskóla í Reykjavík.
Nemendur í Laugarnesskóla í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

UNICEF á Íslandi hvetur fjölmiðla, skóla, foreldra og ráðamenn til að gefa börnum orðið á alþjóðlegum degi barna þannig að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og tala fyrir réttindum sínum og annarra barna heima hjá sér, í skólanum og úti í samfélaginu. 

Hægt er að fylgjast með viðburðum og uppákomum hér á landi og um allan heim undir myllumerkjunum #börnfáorðið og #WorldChildrensDay.

Dagurinn er hátíðlegur um allan heim.
Dagurinn er hátíðlegur um allan heim. Ljósmynd/Aðsend
Frá verðlaunaafhendingunni.
Frá verðlaunaafhendingunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

Í gær, 14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

Í gær, 14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

Í gær, 15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

Í gær, 14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

Í gær, 13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »
Peningaskápur eldtraustur
Til sölu VICTOR peningaskápur. Hæð,99 cm breidd,58 cm Kr.48,000,- uppl. sul...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Óléttubekkur aðeins 69.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:69.000 vatns og olíuheldur...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...