Formennirnir funda að nýju

Þingflokksfundur VG á fundi í dag.
Þingflokksfundur VG á fundi í dag. mbl.is/​Hari

Formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi funda nú í Alþingishúsinu og fara yfir störf þingsins framundan. Formennirnir komu saman á fundi í hádeginu, en luku þeim fundi án niðurstöðu svo honum er fram haldið nú. 

Fundum þingflokkanna þriggja sem staðið hafa í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum lauk fyrir skömmu, en þar kynntu formennirnir fyrirhugaðan stjórnarsáttmála. For­menn flokk­anna þriggja, þau Katrín Jak­obs­dótt­ir, Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, hyggjast þá leggja stjórnarsáttmálann fram á fundum flokksstofnana flokkanna á miðvikudag.

Virðast formennirnir þrír vera vongóðir um myndun ríkisstjórnar á næstu dögum. 

Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins kom saman í dag.
Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins kom saman í dag. mbl.is/​Hari

Fyrri fundur formanna allra flokka á Alþingi hófst klukkan 12 í dag, en lauk um klukkan 13 þegar þingflokkar flokkanna áttu fundi. Ekki fékkst niðurstaða í fundinn og var því ákveðið að halda honum áfram eftir þingflokksfundina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert