Skjálfti upp á 3,8 í morgun

Skjaldbreiður í bakgrunni.
Skjaldbreiður í bakgrunni. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálftahrina heldur áfram í Skjaldbreið og í morgum skömmu fyrir klukkan níu varð skjálfti upp á 3,8 á svæðinu en sá stærsti fram að því mældist 3,7.

Frétt mbl.is: Skjálftahrina í Skjaldbreið

Mælst hafa tæplega eitt hundrað jarðskjálftar síðan í gærkvöld samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Skjálftinn upp á 3,5 varð klukkan 19:20 og annar skjálfti upp á 3,2 varð rúmum hálftíma síðar. Klukkan hálf tíu varð síðan skjálfti upp á 3,7.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er fylgst náið með svæðinu. Þetta sé óvenjumikil skjálftavirkni en enginn gosórói sé hins vegar á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert