Ferðalagið til Íslands breyttist snögglega

Marika Mazakova liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, þar sem ...
Marika Mazakova liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, þar sem hún jafnar sig eftir slysið. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vorum svo glaðar að vera á Íslandi, tvær stelpur að ferðast saman. Þetta er svo yndislegt land.“

Þetta segir Marika Mazakova, 31 árs slóvakísk kona sem lenti ásamt Ivönku vinkonu sinni í alvarlegu umferðarslysi í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Vinkonurnar lentu þá í hörðum árekstri við snjóruðningstæki, eftir að bílaleigubíll þeirra rann skyndilega yfir á öfugan vegarhelming.

Marika, sem býr í Prag í Tékklandi og starfar við almannatengsl fyrir þarlenda sjónvarpsstöð, dvelur enn á Landspítalanum í Fossvogi. Læknar hafa sagt henni að það sé hálfgert kraftaverk að þær vinkonur hafi lifað slysið af. Marika slasaðist illa á hægri fæti og mjaðmagrindarbrotnaði, en Ivanka hlaut höfuðhögg, braut bein í andliti og handleggsbrotnaði.

„Ég er búin að heyra það svo oft að það sé kraftaverk að ég sé á lífi, að mér líður smá eins og ég hafi endurfæðst hérna,“ segir Marika.

Bíllinn rann yfir á öfugan helming

Vinkonurnar höfðu verið á landinu í rúman sólarhring þegar slysið varð. Fyrsta daginn nýttu þær í að skoða Reykjavík, en síðan fóru þær á bílaleigubíl út úr borginni. „Við keyrðum með suðurströndinni, fórum og kíktum á Skógafoss og síðan átti slysið sér stað þegar við vorum að keyra í áttina að Vík,“ segir Marika og rödd hennar brestur er hún rifjar upp atburðarásina.

„Það var snjókoma, smá snjór á veginum og skyndilega byrjaði bíllinn að rása til. Við vorum bara að keyra og allt í einu rann bíllinn yfir á hinn vegarhelminginn, þar sem þessi stóri snjómokstursbíll kom á móti okkur. Á því augnabliki áttaði ég mig á því að árekstur væri óumflýjanlegur. Ég leit á vinkonu mína og svo varð allt svart.“

Snjóplógurinn gekk inn í bílaleigubíl kvennanna við áreksturinn og mildi ...
Snjóplógurinn gekk inn í bílaleigubíl kvennanna við áreksturinn og mildi þykir að þær hafi sloppið lifandi. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

Fegin að finna að hún hafði mátt

Marika segist ekki hafa rankað við sér á ný fyrr en nokkru seinna og þá voru viðbragðsaðilar komnir til aðstoðar, en lögregla var komin á slysstað um tíu mínútum eftir áreksturinn.

„Ég heyrði rödd vinkonu minnar, svo ég vissi að hún væri á lífi, og þá varð ég fegin. Það voru einhverjir komnir til okkar og ég áttaði mig á því að fólkið vildi flytja mig úr bílnum. Ég var lögð á götuna og þar sem ég lá vildi ég athuga hvort líkaminn væri í lagi. Ég hreyfði hendur og fætur og var afar létt þegar ég fann að útlimirnir virkuðu. En ég fann líka að það væri eitthvað brotið.“

Hún segist muna eftir þyrluferðinni til Reykjavíkur, en þegar þangað var komið fór Marika rakleiðis í sjö klukkustunda aðgerð á Landspítalanum. Hún segist þess fullviss að englar hafi vakað yfir sér og því hafi ekki farið verr.

Dró fæturna upp í sætið

Ökumaður snjóruðningstækisins sagði Mariku að hann hefði séð hana draga fæturna örsnöggt upp af gólfinu í aðdraganda árekstursins. „Hann segist hafa séð mig búa mig undir áreksturinn með því að toga lappirnar skyndilega upp í sætið og búa eiginlega til kúlu úr mér. Læknirinn minn sagði mér að það væri líklega ástæðan fyrir því að ég er enn á lífi, að lappirnar skyldu ekki vera fastar á gólfinu.“

Einnig sé alveg ljóst að þær vinkonur væru ekki til frásagnar ef þær hefðu ekki verið með bílbelti, en Marika segir að hún noti alltaf beltið og sé alltaf að minna annað fólk á að nota bílbelti, eftir að vinur hennar lést í bílslysi.

Hún segir það mikið áfall að lenda skyndilega í alvarlegu slysi sem þessu, en fyrst hún „þurfti“ að lenda í svona slysi á annað borð er hún fegin að það gerðist á Íslandi.

„Ég vil þakka öllum læknunum og hjúkrunarfræðingunum sem hafa annast mig. Spítalinn er mjög góður. Í raun er ég heppin að hafa lent í svona slysi hérna, af því að spítalinn er svo góður. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Marika.

Marika lýsir því fyrir blaðamanni hvernig hún hnipraði sig saman ...
Marika lýsir því fyrir blaðamanni hvernig hún hnipraði sig saman í sæti sínu er ljóst var að árekstur var óumflýjanlegur. Árni Sæberg

Heldur heim á miðvikudag

Annars vill Marika ekki vera að barma sér um of yfir því að hafa lent í þessu slysi. Hún segist alltaf hafa verið sterk og jákvæð manneskja og það viðhorf muni hjálpa sér í endurhæfingunni framundan.

„Ég vil ekki spyrja mig of mikið af hverju þetta kom fyrir mig. Þetta bara gerðist og ég á eftir að ná mér. Ég mun geta gengið og haldið áfram að lifa mínu lífi. Það er frábært. Þetta var þó mikið áfall og ég veit að það verður erfitt fyrir mig að geta ekki gengið eða tekið þátt í lífinu eins og ég geri venjulega næstu mánuði,“ en læknar reikna með því að Marika verði farin að ganga nokkuð eðlilega eftir 4-6 mánuði.

Foreldrar Mariku og kærasti, Jan Gajdos, hafa komið og heimsótt hana eftir slysið. Nú er Jan kominn aftur til hennar og mun fylgja henni heim til Prag á miðvikudag.

Marika segist staðráðin í að koma aftur til Íslands síðar, en áhugi hennar á því að heimsækja landið kviknaði vegna aðdáunar hennar á Björk, sem er einn af hennar uppáhaldslistamönnum.

„Ég mun koma aftur. Ekki að vetri til samt, heldur pottþétt að sumarlagi. Kannski ekki á næsta ári en mögulega þarnæsta.“

mbl.is

Innlent »

Farbann yfir Sigurði staðfest

11:41 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Undir lögaldri á 151 km hraða

11:26 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

11:25 Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki. Meira »

Mætti bifreið á ofsahraða

11:16 Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sem var á leið um Nesveg í vikunni mætti bifreið sem ekið var á ofsahraða.  Meira »

Enginn vafi um sjálfbærni veiðanna

10:58 Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

10:52 Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

09:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvort hann telji ástæðu til að endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga. Meira »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »

Vægi ferðaþjónustu ofmetið

08:08 Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjónustu á íslenskum vinnumarkaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands. Meira »

Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

07:57 Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn.. Meira »

Aukin nýting refsinga utan veggja fangelsa

07:37 „Við erum að sjá vinnu dómsmálaráðherra vera að skila sér en það mun auðvitað taka tíma að vinda ofan af þessum boðunarlistum sem eru uppsafnaður vandi,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um fækkun fólks á boðunarlistum fangelsa hér á landi. Meira »

Vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi

06:59 Fremur hæg norðanátt ríkjandi í dag og því vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi. Skýjað framan af morgni suðvestanlands, en léttir síðan til þar með hita allt að 17 stigum að deginum þegar best lætur. Meira »

Lét öllum illum látum og endaði í klefa

05:53 Beiðni um aðstoð barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir miðnætti í gær vegna ferðamanns sem lét öllum illum látum á gistiheimili í miðborginni. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku. Meira »

Skipulagsmál í höfn

05:30 Skipulagsstofnun gerir aðeins minniháttar tæknilegar athugasemdir við drög að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum sem Árneshreppur gerir. Meira »

Færri umsóknir um alþjóðlega vernd

05:30 Þótt aðeins þrír íraskir flóttamenn hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi í júlímánuði eru Írakar fjölmennasti hópur flóttamanna það sem af er ári. Alls hefur 71 Íraki sótt um vernd hér á landi fyrstu sjö mánuði ársins. Meira »

Minna um biðlista á landsbyggðinni

05:30 Betur virðist ganga að finna starfsfólk á frístundaheimili landsbyggðarinnar en Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að enn ætti eftir að manna stöður á frístundaheimilum í Reykjavík en vonast er til þess að vandamálið verði leyst bráðlega. . Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Gler krukkur og smáflöskur
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...