Myndinni mun fylgja aukinn ferðamannastraumur

Jennifer Lawrence er ein skærasta stjarna Hollywood um þessar mundir.
Jennifer Lawrence er ein skærasta stjarna Hollywood um þessar mundir. AFP

„Kvikmyndinni mun örugglega fylgja aukinn ferðamannastraumur og sannarlega verður Jennifer Lawrence tekið fagnandi ef hún birtist hér í Húnaþingi,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra.

Í vikunni var greint frá því að bandaríska leikkonan Jennifer Lawrence, sú hæst launaða í Hollywood, muni fara með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur í kvikmyndinni Burial Rites, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Leikstjóri myndarinnar verður Luca Guadagnino, en myndin byggist á samnefndri bók ástralska rithöfundarins Hönnuh Kent frá árinu 2013. Bókin fjallar um líf Agnesar Magnúsdóttur, sem tekin var af lífi við Þrístapa í Vatnsdalshólum árið 1830. Bókin kom út í íslenskri þýðingu árið 2014 undir heitinu Náðarstund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »