Kjararáð setji ný launaviðmið

mbl.is

„Við þurfum að ákveða fyrir lok febrúar hvað við gerum vegna þessa forsendubrests. Það er forsendubrestur og hefur verið frá febrúar í ár,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um stöðuna á vinnumarkaði.

Tilefnið eru nýir úrskurðir kjararáðs um launahækkanir presta, prófasta, vígslubiskupa og biskupa.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að grunnlaun presta hækka um allt að 26% og heildarlaun biskups um 22%.

Gylfi segir forsendur núverandi samninga hafa verið brostnar þegar í febrúar í ár vegna meiri launahækkana annarra hópa. Kjararáð hafi síðan hækkað laun embættismanna „miklu meira“ en almennt var gert.

„Það sama hlýtur að gerast í viðræðum sem eru í gangi við háskólamenn hjá ríkinu. Nánustu samstarfsmenn forstöðumanna ríkisstofnana eru háskólamenn hjá ríkinu.“

Þrjú skilyrði til riftunar

Forsenduákvæði kjarasamninga ASÍ og SA eru þríþætt. Aðilar geta sagt upp kjarasamningum fyrir lok febrúar hvert ár sé þremur skilyrðum ekki fullnægt. Það fyrsta varðar efndir ákvæða í yfirlýsingu ríkisstjórnar frá 28. maí 2015 um húsnæðismál. Það næsta segir að launahækkanir sem kveðið er á um í samningnum skuli vera stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði. Það þriðja segir að kaupmáttur skuli aukast. Með forsendubresti vísar Gylfi fyrst og fremst til þess að annað ákvæðið sé brostið. Samningar ASÍ og SA séu ekki lengur stefnumarkandi.

Samkvæmt kjarasamningum ASÍ og SA eiga laun á almennum markaði að hækka um 3% 1. maí 2018.

Allt að 5,5% meira en aðrir

Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, bar að beiðni Morgunblaðsins saman þróun almennrar launavísitölu og vísitölu launa þeirra sem heyra undir kjararáð. Samanburðurinn nær til tímabilsins frá janúar 2016 til loka þess árs. Reiknað er út frá vísitölum sem kjararáð birti á vefnum í gær.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert

Samkvæmt áætlun Analytica hefur vísitala kjararáðs nú hækkað 3,4% meira en almenn launavísitala frá ársbyrjun 2016. Það bil aukist í 5,5% m.t.t. afturvirkra hækkana kjararáðs frá og með 1. janúar í ár. Er þá miðað við þá reikniforsendu að úrskurður kjararáðs haldi til tveggja ára. Við þessa lauslegu útreikninga er miðað við að prestar, prófastar, vígslubiskup og biskup séu um fjórðungur þeirra sem heyra undir kjararáð. Það er að segja að kirkjunnar menn séu alls um 125 af þeim 400 sem heyra undir ráðið. Fyrri talan er frá Prestafélagi Íslands en sú síðari er fengin af vef stjórnarráðsins.

„Leiðrétting“ vegur þungt

Tekið er með í reikninginn að grunnlaun presta, alls 113 einstaklinga, hækkuðu um 10,5%-26%. Laun biskups hækkuðu um 22% en upplýsingar um launahækkun prófasta og vígslubiskupa voru ekki tiltækar þegar spurt var um málið.

Yngvi reiknaði með jafnri dreifingu launa þeirra sem eru undir kjararáði. Laun presta kunna að vega minna en hér er áætlað. Við það minnkar bilið milli launaþróunar. Á móti kemur að afturvirkni hækkana, svonefnd leiðrétting, vegur þungt.

„Þetta getur hæglega orðið atriði sem skiptir máli fyrir kjaramálin á almenna markaðnum á nýju ári,“ segir Yngvi um samanburðinn.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, baðst undan viðtölum vegna úrskurðar kjararáðs. Hún sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu. Þar sagði að það væri ekki í hennar verkahring að tjá sig um úrskurði kjararáðs um launakjör presta. „Eðlilegt er þó að benda á að um er að ræða kerfisbreytingar og launaleiðréttingar eftir tólf ára kyrrstöðu að undanskilinni kjaraskerðingu hjá prestastéttinni á árinu 2009,“ sagði biskup m.a. í yfirlýsingu.

Flugvirkjar muni „eflaust“ horfa til úrskurða kjararáðs

Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir úrskurði kjararáðs setja „kjarasamninga á almennum markaði í upplausn“. „Það er ákvæði í kjarasamningum hjá stærri aðilum um að endurskoða megi samninga í febrúar ef það verður forsendubrestur,“ segir Óskar.

Flugvirkjafélag Íslands kynnti félagsmönnum sínum nýjan kjarasamning í gærkvöldi. Félagið frestaði verkfalli um fjórar vikur með samningi við Icelandair.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

13:06 „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Segir eftirlit með lögreglu upp á punt

12:56 Garðar Steinn Ólafs­son, lögmaður tveggja ein­stak­linga í svo­kölluðu LÖKE-máli, segir að niðurstaða setts ríkissaksóknara í máli mannanna tveggja gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sé í raun sú besta sem búast mátti við fyrir skjólstæðinga sína. Meira »

Ragnhildur stefnir á 3.-4. sæti

12:51 Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 20. janúar. Meira »

Skipa samráðshóp um að gera úrbætur

12:35 Ráðherranefnd um jafnréttismál ákvað á fundi sínum í morgun að að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Meira »

Staðfestir niðurfellingu LÖKE-máls

12:33 Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í máli tveggja manna gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Góðar niðurstöður vatnssýna

12:02 Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Verða ekki með varanlegt herlið

11:39 Þrátt fyrir að til standi að uppfæra aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli svo hægt verði að þjónusta kafbátaleitarflugvélar af gerðinni P-8 Poseidon vegna aukinnar áherslu á Norður-Atlantshafið eru engin áform af hálfu Bandaríkjahers að varanlegt herlið verði hér á landi. Meira »

Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

11:30 Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Er þetta ekki bara frekja?

11:00 Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild HÍ, fjallar nú í hádeginu um birtingarmynd kvíða barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við vandann. Streymt verður beint frá fundinum. Meira »

Guðni í hestvagni konungs

10:32 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosti til ljósmyndara úr hestvagninum sem hann kom í til sænsku konungshallarinnar í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Í vagninum sat hann við hlið Karls Gústafs konungs. Meira »

Varð úti á Sólheimasandi

11:00 Banda­ríski ferðamaður­inn sem fannst látinn á Sól­heimas­andi í lok október á síðasta ári, lést úr ofkælingu. Segir lögreglan á Selfossi í samtali við mbl.is að þetta hafi verið niðurstaða krufningar. Meira »

Bæta við borholum í Heiðmörk

10:40 Veitur vonast til að þrjár nýjar borholur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk verði komnar í gagnið í vor. Svæðið stendur töluvert hærra í landinu en aðrar borholur. „Þetta er mjög góð viðbót,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, og telur að minni líkur verði á auknu magni jarðvegsgerla þar. Meira »

LSH notar sjúkraflug til að losa pláss

10:04 Sjúkraflugum með sérútbúinni sjúkraflugvél á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013. Aukningin nemur um 100 sjúklingum á milli ára. Skýringin liggur ekki í fjölgun erlendra ferðamanna heldur í flutningi sjúklinga sem hafa lokið rannsóknum eða meðferð á Landspítala á landsbyggðina. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
Ukulele
...
Jöklar - Vorpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir aðra sendingu 2018. Húsin eru áætluð til afhe...
 
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...