Kjararáð setji ný launaviðmið

mbl.is

„Við þurfum að ákveða fyrir lok febrúar hvað við gerum vegna þessa forsendubrests. Það er forsendubrestur og hefur verið frá febrúar í ár,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um stöðuna á vinnumarkaði.

Tilefnið eru nýir úrskurðir kjararáðs um launahækkanir presta, prófasta, vígslubiskupa og biskupa.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að grunnlaun presta hækka um allt að 26% og heildarlaun biskups um 22%.

Gylfi segir forsendur núverandi samninga hafa verið brostnar þegar í febrúar í ár vegna meiri launahækkana annarra hópa. Kjararáð hafi síðan hækkað laun embættismanna „miklu meira“ en almennt var gert.

„Það sama hlýtur að gerast í viðræðum sem eru í gangi við háskólamenn hjá ríkinu. Nánustu samstarfsmenn forstöðumanna ríkisstofnana eru háskólamenn hjá ríkinu.“

Þrjú skilyrði til riftunar

Forsenduákvæði kjarasamninga ASÍ og SA eru þríþætt. Aðilar geta sagt upp kjarasamningum fyrir lok febrúar hvert ár sé þremur skilyrðum ekki fullnægt. Það fyrsta varðar efndir ákvæða í yfirlýsingu ríkisstjórnar frá 28. maí 2015 um húsnæðismál. Það næsta segir að launahækkanir sem kveðið er á um í samningnum skuli vera stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði. Það þriðja segir að kaupmáttur skuli aukast. Með forsendubresti vísar Gylfi fyrst og fremst til þess að annað ákvæðið sé brostið. Samningar ASÍ og SA séu ekki lengur stefnumarkandi.

Samkvæmt kjarasamningum ASÍ og SA eiga laun á almennum markaði að hækka um 3% 1. maí 2018.

Allt að 5,5% meira en aðrir

Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, bar að beiðni Morgunblaðsins saman þróun almennrar launavísitölu og vísitölu launa þeirra sem heyra undir kjararáð. Samanburðurinn nær til tímabilsins frá janúar 2016 til loka þess árs. Reiknað er út frá vísitölum sem kjararáð birti á vefnum í gær.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert

Samkvæmt áætlun Analytica hefur vísitala kjararáðs nú hækkað 3,4% meira en almenn launavísitala frá ársbyrjun 2016. Það bil aukist í 5,5% m.t.t. afturvirkra hækkana kjararáðs frá og með 1. janúar í ár. Er þá miðað við þá reikniforsendu að úrskurður kjararáðs haldi til tveggja ára. Við þessa lauslegu útreikninga er miðað við að prestar, prófastar, vígslubiskup og biskup séu um fjórðungur þeirra sem heyra undir kjararáð. Það er að segja að kirkjunnar menn séu alls um 125 af þeim 400 sem heyra undir ráðið. Fyrri talan er frá Prestafélagi Íslands en sú síðari er fengin af vef stjórnarráðsins.

„Leiðrétting“ vegur þungt

Tekið er með í reikninginn að grunnlaun presta, alls 113 einstaklinga, hækkuðu um 10,5%-26%. Laun biskups hækkuðu um 22% en upplýsingar um launahækkun prófasta og vígslubiskupa voru ekki tiltækar þegar spurt var um málið.

Yngvi reiknaði með jafnri dreifingu launa þeirra sem eru undir kjararáði. Laun presta kunna að vega minna en hér er áætlað. Við það minnkar bilið milli launaþróunar. Á móti kemur að afturvirkni hækkana, svonefnd leiðrétting, vegur þungt.

„Þetta getur hæglega orðið atriði sem skiptir máli fyrir kjaramálin á almenna markaðnum á nýju ári,“ segir Yngvi um samanburðinn.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, baðst undan viðtölum vegna úrskurðar kjararáðs. Hún sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu. Þar sagði að það væri ekki í hennar verkahring að tjá sig um úrskurði kjararáðs um launakjör presta. „Eðlilegt er þó að benda á að um er að ræða kerfisbreytingar og launaleiðréttingar eftir tólf ára kyrrstöðu að undanskilinni kjaraskerðingu hjá prestastéttinni á árinu 2009,“ sagði biskup m.a. í yfirlýsingu.

Flugvirkjar muni „eflaust“ horfa til úrskurða kjararáðs

Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir úrskurði kjararáðs setja „kjarasamninga á almennum markaði í upplausn“. „Það er ákvæði í kjarasamningum hjá stærri aðilum um að endurskoða megi samninga í febrúar ef það verður forsendubrestur,“ segir Óskar.

Flugvirkjafélag Íslands kynnti félagsmönnum sínum nýjan kjarasamning í gærkvöldi. Félagið frestaði verkfalli um fjórar vikur með samningi við Icelandair.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Farbann yfir Sigurði staðfest

11:41 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Undir lögaldri á 151 km hraða

11:26 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

11:25 Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki. Meira »

Mætti bifreið á ofsahraða

11:16 Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sem var á leið um Nesveg í vikunni mætti bifreið sem ekið var á ofsahraða.  Meira »

Enginn vafi um sjálfbærni veiðanna

10:58 Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

10:52 Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

09:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvort hann telji ástæðu til að endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga. Meira »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »

Vægi ferðaþjónustu ofmetið

08:08 Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjónustu á íslenskum vinnumarkaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands. Meira »

Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

07:57 Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn.. Meira »

Aukin nýting refsinga utan veggja fangelsa

07:37 „Við erum að sjá vinnu dómsmálaráðherra vera að skila sér en það mun auðvitað taka tíma að vinda ofan af þessum boðunarlistum sem eru uppsafnaður vandi,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um fækkun fólks á boðunarlistum fangelsa hér á landi. Meira »

Vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi

06:59 Fremur hæg norðanátt ríkjandi í dag og því vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi. Skýjað framan af morgni suðvestanlands, en léttir síðan til þar með hita allt að 17 stigum að deginum þegar best lætur. Meira »

Lét öllum illum látum og endaði í klefa

05:53 Beiðni um aðstoð barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir miðnætti í gær vegna ferðamanns sem lét öllum illum látum á gistiheimili í miðborginni. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku. Meira »

Skipulagsmál í höfn

05:30 Skipulagsstofnun gerir aðeins minniháttar tæknilegar athugasemdir við drög að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum sem Árneshreppur gerir. Meira »

Færri umsóknir um alþjóðlega vernd

05:30 Þótt aðeins þrír íraskir flóttamenn hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi í júlímánuði eru Írakar fjölmennasti hópur flóttamanna það sem af er ári. Alls hefur 71 Íraki sótt um vernd hér á landi fyrstu sjö mánuði ársins. Meira »

Minna um biðlista á landsbyggðinni

05:30 Betur virðist ganga að finna starfsfólk á frístundaheimili landsbyggðarinnar en Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að enn ætti eftir að manna stöður á frístundaheimilum í Reykjavík en vonast er til þess að vandamálið verði leyst bráðlega. . Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Hreinsa Þakrennur ofl.
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...