Umræðu um fjárlög lauk á miðnætti

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og Willum Þór Þórsson, formaður ...
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar í þingsal. mbl.is/Árni Sæberg

Þingfundur stóð yfir á Alþingi frá því klukkan rúmlega 11 í morgun og lauk rétt fyrir miðnætti. Á dagskránni var önnur umræða um fjárlög ársins 2018. Fundi lauk á atkvæðagreiðslu um breytingartillögur við fjárlögin. 

Allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar voru samþykktar en allar breytingartillögur minnihluta nefndarinnar voru felldar. 

Við tekur stutt jólafrí þingmanna, en nefndarfundir eru á dagskrá þingsins 27. desember og næsti þingfundur verður fimmtudaginn 28. desember.

Aukin framlög til heilbrigðismála

Nokkrum lagafrumvörpum nýrrar ríkisstjórnar var fleytt áfram til þriðju umræðu fyrir hádegi, þar á meðal frumvarpi um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk. En aðalefni dagsins voru fjárlög ársins 2018 og hófst sú umræða í hádeginu.

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins kynnti breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlögin. Umfangsmestu breytingartillögur meirihlutans, með tilliti til útgjalda ríkisins, eru meðal annars þær að framlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni verði aukin um 450 milljónir frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.

Einnig leggur meirihluti fjárlaganefndar til að 755 milljónum verði veitt til þriggja samgönguverkefna. 480 milljónum verði veitt í að leggja bundið slitlag á veginn um Skriðdal, 200 milljónum til endurbóta á Grindavíkurvegi með tilliti til umferðaröryggis og 75 milljónir renni til almenningssamgangna á landsbyggðinni.

Framlög til stjórnmálaflokka stóraukin

Meirihlutinn lagði til 166 milljóna króna hækkun á framlagi til heimilisuppbótar örorkulífeyrisþega sem búa einir og að framlag til NPA, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar verði hækkað um 70 milljónir.

Þá lagði meirihlutinn til að framlög til stjórnmálaflokka verði 362 milljónum hærri en gert var ráð fyrir í frumútgáfu fjárlaganna. Formenn allra flokka á þingi nema Pírata og Flokks Fólksins styðja þessa tillögu, en verði hún samþykkt óbreytt fá stjórnmálaflokkar lands alls 648 milljónir króna úr ríkissjóði á næsta ári.

Heildarútgjaldaaukning ríkisins samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar yrðu rúmir 2 milljarðar króna og áætlaður afgangur af rekstri ríkissjóðs yrði rúmlega 33,1 milljarður króna, í stað 35,1 milljarðs, sem áætlaður var í fyrstu útgáfu fjárlaganna.

Jón Þór Ólafsson Pírati og 5. varaforseti Alþingis í forsetastólnum.
Jón Þór Ólafsson Pírati og 5. varaforseti Alþingis í forsetastólnum. Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Bátur á reki úti fyrir Austurlandi

16:55 Um klukkan eitt í dag var óskað eftir aðstoð björgunarskips á Austurlandi vegna báts sem var á reki níu sjómílum suður af Stokksnesi. Báturinn var við veiðar þegar hann misst samband við stýrið og rak því stjórnlaust frá landi. Meira »

Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé

16:40 Alls nam kostnaður vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar árið 2016 tæplega 180 milljónum króna. Stærstu einstöku liðirnir eru vegna starfslokakostnaðar upp á 45 milljónir og flugkostnaður innanlands, dagpeningar og annar ferða- og dvalarkostnaður nam samtals um 42 milljónum. Meira »

Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael

16:22 Selmu Björnsdóttur söngkonu var boðið að koma og syngja á skemmtun í Ísrael í Eurovision-vikunni í maí. Skemmtunin fer ekki fram á vegum sjálfrar hátíðarinnar heldur einkaaðila. Meira »

Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum

16:05 Engar sérstakar athugasemdir eru gerðar við það í skoðunarferli bíla hér á landi, þó að kílómetrastaða bílsins sé röng. Bíla, sem t.d. er búið að skipta um mælaborð í, er hægt að nota áfram sem bílaleigubíla, án þess að nokkrar athugasemdir séu við það gerðar af hálfu eftirlitsaðila. Meira »

Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni

15:10 Leit heldur áfram að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi er hvarf í Dyflinnarborg fyrir viku. Fjölskylda hans er nú stödd þar eystra og leitar hans ásamt lögreglunni þar. Meira »

Höfðu beðið og leitað

13:49 Ævilangri leit Gunnars Smith að föður sínum lauk á síðasta ári en eftir að hafa reynt allt í leitinni kom sonur hans, Hlynur Smith, honum á sporið. Meira »

Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“

13:10 The Reykjavík Grapevine og Iceland Review, íslenskir fjölmiðlar sem skrifa á ensku, gera alvarlegar athugasemdir við ákvæði í frumvarpi að lögum um styrki til fjölmiðla, um að efnið verði að vera á íslensku. Meira »

Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna

11:11 Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, auglýsir nú eftir afdrifum eins verka móður sinnar. Verkið sem um ræðir er Hrekkjusvín og var á útilistasýningu á Skólavörðuholtinu 1972. Eftir það fór verkið til Neskaupstaðar og Vestmannaeyja, en síðan hefur ekkert til þess spurst. Meira »

Úlfur úlfur

10:24 Það kemur að því að þú áttar þig á því að fréttin: „Svona getur þú unnið milljónir í lottóinu“ mun líklega ekki skila neinum peningum. Og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að gera margar fréttir um fólk sem trúði ekki sínum eigin augum. Meira »

Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni

09:54 Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli óskuðu nýverið eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flugfarþega sem höfðu hreiðrað um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að öryggisgæslan á flugvellinum hafi reynt að koma þeim á æskilegri stað, en þau brugðist illa við þeim umleitunum. Meira »

Stefnir í góðan dag í brekkunum

09:54 Helstu skíðasvæði landsins opna núna klukkan tíu í dag og eru opin frameftir degi. Bláfjöll, Skálafell og Hlíðarfjall tala öll á vefsíðum sínum um smá frost en hér um bil logn víðast. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

09:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Grænmetismarkaðurinn jafnar sig

08:18 „Mér sýnist markaðurinn vera heldur að jafna sig á Costco-áhrifunum. Ég upplifi það líka sem viðskiptavinur að hægt er að fá körfu þótt komið sé þangað á föstudegi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, um þróunina í sölu á grænmeti og berjum. Meira »

Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar

07:57 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa áhyggjur af tíðum umferðarslysum á þjóðvegunum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Hann benti á að auknum fjölda erlendra ferðamanna hefði fylgt fjölgun slysa. Meira »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »