Forðist útivist í návist umferðargatna

Styrkur svifryks hefur farið hækkandi það sem af er degi.
Styrkur svifryks hefur farið hækkandi það sem af er degi. mbl.is/RAX

Styrkur svifryks hefur farið hækkandi í það sem af er degi samkvæmt mælingum við Grensásveg og Hringbraut í Reykjavík. Klukkan 14:30 var hálftímagildi svifryks við Grensásveg 204 míkrógrömm á rúmmetra og 100 míkrógrömm á rúmmetra við Hringbraut.

Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ráðleggur þeim sem viðkvæmir eru í öndunarfærum og börnum að forðast útivist í návist stórra umferðargatna.

Hægur vindur er og kalt úti, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu næstu daga og því má búast við áframhaldandi svifryksmengun næstu daga. Þá má búast við því að svifryksmengun verði yfir heilsuverndarmörkum á nýársdag vegna flugelda og veðurskilyrða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert