Fjölgun fjölnotapoka 250% milli ára

Úr einni af verslunum Samkaupa.
Úr einni af verslunum Samkaupa.

Sala á plastpokum í verslunum Samkaupa hefur dregist saman um 20% á síðasliðnum fimm árum.

Samdráttur milli áranna 2016 og 2017 var 10% að sögn Gunnars Egils Sigurðssonar, framkvæmdastjóra verslunarsviðs Samkaupa. Gunnar segir að í plastpokaátaki Samkaupa, sem hófst í september, hafi fjölnotapokum til viðskiptavina fjölgað um 250% milli ára.

„Viðskiptavinir okkar kjósa greinilega í aukum mæli fjölnota poka umfram plastið og taka þátt í verkefninu með okkur,“ segir Gunnar í Morgunblaðinu í dag og nefnir sem dæmi gott framtak í bæjarfélögunum Blönduósi og á Höfn í Hornafirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert