Föst í minkaboga í margar vikur

Theodór ásamt Nös og Unni Olgu Ingvarsdóttur dýralækni sem annaðist …
Theodór ásamt Nös og Unni Olgu Ingvarsdóttur dýralækni sem annaðist Nös eftir hrakningarnar. Ljósmynd/Víkurfréttir

Kindin Nös lenti í miklum hrakningum í jólamánuðinum. Nös er í eigu frístundabóndans Theodórs Vilbergssonar í Grindavík. Þegar hann ætlaði að taka kindurnar sínar 16 í hús 25. nóvember síðastliðinn fannst Nös hins vegar ekki.

Greint er frá málinu á vefsíðu Víkurfrétta. „Ég leitaði að henni án árangurs. Ég taldi að hún hafði farið í sjóinn en það er hætta á því á þeim slóðum þar sem féð var þar sem sjór flæðir á land í vondum veðrum,“ sagði Theodór í samtali við Víkurfréttir.

Ekkert spurðist til Nasar allan desember, en á síðasta degi ársins haltraði hún heim í hlað, öllum að óvörum. Frá svæðinu þar sem hún sást síðast og heim eru hátt í fjórir kílómetrar.

Þegar betur var að gáð kom í ljós að Nös var föst í minkaboga og með ljótt sár undan honum og mikið bólgin. Það er því ljóst að Nös hafði verið í margra vikna hrakningum áður en hún rataði heim til sín.

Theódór lýsir áhyggjum sínum í samtali við Víkurfréttir yfir því að hver sem er geti lagt út minkaboga eftirlitslaust í bæjarlandi Grindavíkur. Dýrabogar séu varasöm tól sem eigi að vitja um daglega en ekki láta liggja úti eftirlitslaust vikum saman.

Kindin Nös festist í minkaboga og fékk ljótt sár undan …
Kindin Nös festist í minkaboga og fékk ljótt sár undan honum og er mikið bólgin. Ljósmynd/Víkurfréttir

Boginn líklega fastur á Nös í um 6 vikur

Nös hefur fengið aðhlynningu hjá dýralækni á Dýralæknastofu Suðurnesja. Sárið er allan hringinn um annan framfótinn. Theodór vill meina að Nös sé búin að vera með minkabogann um fótinn í um einn og hálfan mánuð þar sem hún var ekki með hinum kindunum þegar þær voru sóttar 25. nóvember.

Nös hefur nú fengið nýjar umbúðir um sárið og er einnig steypt í gipsi þar sem hún er hugsanlega brotin. Þá er hún komin á sýklalyfjakúr næstu daga. Hún á alla möguleika á að ná sér af meiðslunum. Ekki hafi komið til greina að lóga henni, enda lítur Theodór á Nös eins og gæludýr. 

Nös fékk góða fylgd frá lækninum í vagninn sem notaður …
Nös fékk góða fylgd frá lækninum í vagninn sem notaður var til að flytja hana á milli staða. Ljósmynd/Víkurfréttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert