Bein útsending frá ráðstefnunni í HR

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. mbl/ Ómar Óskarsson

Ráðstefnan Þögnin, skömmin og kerfið er nú við það að hefjast í Háskólanum í Reykjavík, en þar verður fjallað um nauðgun í víðu samhengi. Fjöldi fræði- og lögreglumanna, sálfræðinga og lögmanna munu flytja erindi í dag, ásamt öðrum sem starfað hafa með brotaþolum, en dagskrána má sjá hér fyrir neðan. Mbl.is verður með beina útsendingu frá ráðstefnunni og hægt er að fylgjast með henni hér.

Ráðstefnan er haldin á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við HA, lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Aflið – Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Ráðstefnan stendur frá 13 til 17.


Dagskrá
13.00 Setning
Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR.
13.05 Ávarp
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
13.15 „Ég ætlaði ekki að segja neinum frá.“ Hindranir og hvatar til að segja frá. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir dósent og Rannveig S. Sigurvinsdóttir, nýdoktor við sálfræðisvið HR.
13.30 „Ég var kölluð lygari og fleira þaðan af verra“. Ákvörðun um að kæra nauðgun. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR. 
13.45 „Ég vissi að það myndi engin trúa mér, því ég er karlmaður.“ Sigrún Sigurðardóttir, lektor og formaður Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA.
14.00 „En, hvað ef þetta var mér að kenna?“ Jokka G. Birnudóttir, starfskona hjá Aflinu.
14.15 Vilji til að mæta þörfum brotaþola. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
14.30 Reynslusaga

Kaffihlé

15.00 „Ég missti allan kraft og lamaðist af hræðslu“. Viðbrögð við nauðgun. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, og Guðrún Katrín Jóhannesdótttir, félagsfræðingur og þerapisti.
15.15 „Ætti ég að kæra?“Áskoranir þolenda sem leita á Neyðarmóttöku við ákvörðun um kæru. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu Landspítala og dósent við læknadeild HÍ.
15.30 Pressar lögreglan um of á þolendur að kæra? Jón H.B. Snorrason, saksóknari við embætti ríkissaksóknara 
15.45 Viðhorf og viðmót. Reynsla og sýn réttargæslumanns. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og alþingismaður.
16.00 Löggæsla í þágu þolenda. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
16.15 „Trúið þið mér ekki?“ Sigríður Hjaltested héraðsdómari.
16.30 Umræður.
17.00 Málþingi slitið.

Ráðstefnustjóri: Ólafur Börkur Þorvaldsson, dómari við Hæstarétt Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert