Um 70 björgunarsveitarmenn að störfum í morgun

Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Um klukkan tíu í morgun höfðu allir hópar frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu lokið við verkefni sem tengdust óveðrinu sem gekk yfir í morgun.

Tæplega 70 manns fóru út og sinntu um 40 verkefnum víða um höfuðborgarsvæðið. Flest verkefnin voru fok á lausamunum og lausar þakplötur og þakkantar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Þar segir ennfremur, að í nótt hafi björgunarsveitir í Grindavík og Reykjanesbæ einnig farið í nokkur verkefni. Þar var mest um lausar þakplötur.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í Kópavogi í morgun. 

Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert