Lausamunir geta líka verið stórir

Trampólín og aðrir lausamunir geta skapað hættu í slæmu veðri …
Trampólín og aðrir lausamunir geta skapað hættu í slæmu veðri eins og mun ganga yfir í kvöld og á morgun. Ljósmynd/Magnús Ásmundsson

„Við viljum brýna fyrir fólki að fylgjast vel með veðurspá og haga ferðum sínum eftir því. Það er best að halda sig heima. Fólk þarf líka að huga að lausamunum en þeir eru líka stórir eins og heitir pottar sem ekki eru festir niður og trampólín, sem við erum greinilega ekki enn laus við,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. 

Björgunarsveitirnar eru í viðbragðsstöðu vegna stormsins sem skellur á á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn í dag en í kvöld norðan- og austanlands.

Spáð er stormi með slag­veðursrign­ingu og hviðum allt að 35 m/​s á Reykja­nes­braut, Kjal­ar­nesi og und­ir Eyja­fjöll­um. Mesta veðurhæðin stendur væntanlega yfir í 3 til 4 klukkustundir í hverjum landshluta. 

Björgunarsveit Landsbjargar.
Björgunarsveit Landsbjargar. mbl.is/Ómar

 

„Við erum á tánum og bregðumst við þegar kallið kemur,“ segir Davíð Már. Hann reiknar með að björgunarsveitirnar fari í fyrsta útkallið fljótlega eftir að það skellur á. Ekkert sérstakt viðbragð björgunarsveita verður annað en að hún er ávallt viðbúin eins og alltaf. 

Það hvessir nokkuð snögg­lega upp úr klukk­an 15 og veður nær há­marki suðvest­an­lands skamma stund laust fyr­ir kl. 18 á meðan lægðin fer hjá. 35-40 m/​s und­ir Hafn­ar­fjalli á milli kl. 17 og 19 og búist er við að mesti stormurinn verði á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert