Treysta ekki stjórn og forystu

Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna á fundi.
Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna á fundi. mbl.is/Árni Sæberg

Haldnir hafa verið tveir fundir á milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar, fulltrúa vinnumarkaðarins og hins opinbera, samkvæmt yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum. Fyrri fundurinn var haldinn milli jóla og nýárs og sá síðari á miðvikudaginn var. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa fundirnir gengið þokkalega og góðar umræður átt sér stað.

Stefnt hafði verið að því að aðilar funduðu a.m.k. vikulega út janúarmánuð og staðan yrði síðan metin að því loknu. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að samtals séu um 20 manns á þessum viðræðu- og samráðsfundum, sem ýmsum þykir of stór hópur til þess að raunverulega sé hægt að brjóta mál til mergjar og búa til sameiginlegt vinnuplagg.

Það mun reyndar vera markmiðið að fækka til muna í hópnum, sem verði svo falið það verkefni að útbúa áætlun fyrir aðila til þess að vinna eftir. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að þess hafi orðið áþreifanlega vart á tveimur ofangreindum fundum að töluverðs vantrausts gæti hjá launþegahreyfingunni í garð ríkisstjórnarinnar, en um leið hafa viðmælendur bent á að málið sé flóknara en svo, því fundarmenn hafi fengið upplýsingar um að mikið vantraust sé innbyrðis á milli stéttarfélaga og það trufli það starf sem vinna þurfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert