Sigmundur Davíð: Borgarlínan getur ekki gengið

Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Miðflokksins, segir Reykjavík skorta sterka miðju …
Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Miðflokksins, segir Reykjavík skorta sterka miðju svo borgarlínan geti gengið. mbl.is/​Hari

Yfirvöld eru að feta sig eftir hættulegri braut á höfuðborgarsvæðinu, sem birtist m.a. í áformum þeirra um borgarlínuna. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

„Þetta getur ekki gengið og fellur ekki að eðli borgarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð, en kvað jafnframt mikilvægt að almenningssamgöngur væru til staðar.

Tvennt þurfi að vera fyrir hendi svo samgöngumáti á borð við borgarlínuna geti gengið; annaðhvort þurfi að þétta byggð við brottfararstöðvar og áfangastaði eða þá að miðjan þurfi að vera svo sterk að brottfararstöðvarnar skipti minna máli. Nefndi Sigmundur Davíð Kaupmannahöfn og London sem dæmi um borgir með mjög sterka miðju.

„Okkur skortir þessa sterku miðju sem er forsenda þess að þetta geti gerst,“ segir hann. Hér á landi séu menn á því að hægt sé að fjármagna borgarlínu með innviðasköttum og dýrari íbúðum í nágrenni stofnstöðva.

„Menn eru ekki að fara að kaupa íbúð hér af því að það sé stutt í stoppistöð sem flytur þig niður á Hlemm. Aðdráttarafl miðjunnar er ekki til staðar og það er frekar verið að veikja miðborgina,“ sagði Sigmundur Davíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert