Stakk tungunni upp í hana

Fjölmargar frásagnir fylgja áskorun sem 64 konur úr prestastétt skrifa ...
Fjölmargar frásagnir fylgja áskorun sem 64 konur úr prestastétt skrifa undir.

„Við heilsuðumst með faðmlagi, ég og kollegi minn, í sameiginlegu rými þeirra er koma að kirkjulegum athöfnum líkt og algengt er. Hann snýr andlitinu að mínu, setur varirnar að mínum og stingur tungunni upp í mig. Ég fraus,“ segir í einni af frásögnum kvenna í prestastétt sem hafa verið birtar í tengslum við #metoo-byltinguna.

„Einhverjum vikum síðar hittumst við aftur í sama rými og það sama gerist aftur, við föðmumst hann hélt mér þéttingsfast og stakk tungunni upp í mig. Ég brást illa við og bað hann um að ræða við mig undir fjögur augu.“

Ég sagði honum að þessi framkoma væri fyrir neðan allar hellur og mér væri gjörsamlega misboðið. Hann baðst afsökunar og lofaði að gera þetta ekki aftur. Í næstu skipti er við hittumst hafði hann á orði að hann þyrði ekki að faðma mig, ég svaraði því til að það væri gott að hann gerði ekki tilraun til þess.“

Sleikti tærnar

Í annarri frásögn segist konan hafa komið til vinnu berfætt í bandaskóm að sumri til. „Ég settist til vinnu inn á skrifstofu minni og skömmu síðar kom kollegi minn inn til mín og settist í annan viðtalsstólinn minn. Hann dásamaði skóna mína og spurði svo hvort ég vildi ekki fótanudd. Ég neitaði því. Áður en ég vissi af, steig hann upp úr stólnum, kraup fyrir framan mig, tók upp annan fótinn á mér og sleikti á mér tærnar,“ segir hún.

„Ég man að ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi með hann og hjartslátturinn dundi fyrir eyrum mér. Ég hef örugglega orðið mjög vandræðaleg en hann lét eins og þetta væri ekkert mál og gekk að svo búnu inn á skrifstofu sína. Ég þarf varla að taka það fram að ég fór aldrei aftur berfætt í bandaskóm til vinnu á skrifstofu minni.“

Sleikti eyrnasnepilinn

„Á leið minni í sorgarhús kom ég við í nærstaddri kirkju til að fá lánaða sálmabók. Kollegi minn tók á móti mér og náði í bókina fyrir mig. Áður en hann rétti mér hana tók hann utan um mig og bað Guð um að styrkja mig í þessu erfiða verkefni. Ég þakkaði fyrir og ætlaði að drífa mig áfram en þá þétti hann faðmlagið, kyssti mig á kinnina og sleikti á mér eyrnasnepilinn. Mér brá, en sagði ekki neitt og með óþægindatilfinningu fór ég í sorgarhús til að styðja aðstandendur í sorg sinni.“

„Má nú ekkert lengur?“

„Ákveðinn karlprestur vill alltaf kyssa mig á munninn sem mér finnst mjög óþægilegt. Núna í haust þegar mér hefur vaxið hugrekki, þökk sé #metoo sagði ég við hann að ég vildi ekki að hann kyssti mig á munninn. Þá sagði hann mjög niðurlægjandi: hvaða, hvaða má nú ekkert lengur? Mér fannst hann gera mjög lítið úr tilfinningum mínum og réttinum til að skapa mér mín mörk.“

AFP

Með ofnæmi fyrir rakspíra

„Ég hef reynt að verja mig gagnvart áreitni kollega, föstum faðmlögum, óvæntum kossum og eyrnanarti, með því að ljúga því til að ég sé með ofnæmi fyrir rakspíra.“

Ættu ekkert erindi í starfið

„Móðurbróðir minn hringdi í mig þegar hann frétti að ég væri byrjuð í guðfræðinámi til að tilkynna mér að ef ég lyki námi og yrði prestur þá væri það á hreinu að ég mætti ekki jarðsyngja hann þegar sá dagur kæmi. Konur ættu ekkert erindi í þetta starf og bara tilhugsunin um konu í hempu ylli honum óþægindum.“

Leiðbeint af karlkyns kollegum

„Þrátt fyrir mörg ár í starfi og mikla reynslu er það síendurtekin upplifun að vera leiðbeint af karlkyns kollegum. Talað föðurlega og vandað um við eins og smákrakka. Jafnvel mun yngri og óreyndari karlar finna sig í að leiðbeina mér óumbeðið.“

Sagði hana vera unga og óreynda

„Eftir nokkur ár í starfi sótti ég um stöðu sóknarprests í Reykjavík. Kollegi einn hringdi til mín og sagði mér í föðurlegum tón að ég skyldi nú ekki gera mér miklar vonir um slíkt embætti, þar sem ég væri svo ung og óreynd. Hann var þá sjálfur sóknarprestur í stóru prestakalli á sama svæði og hafði útskrifast tveimur árum á undan mér.“

Nuddaði kynfærunum upp við hana

„Eftir messu kom sóknarnefndarmaður til mín til að þakka mér með faðmlagi fyrir messu – eins og við gerum svo oft í kirkjunni. Nema í þetta skipti fannst honum við hæfi í miðju faðmlagi að reka snöggt fram miðju sína, já kynfærin og nudda þeim upp við mig. Og um leið og faðmlaginu lauk horfði hann á mig glottandi og gekk í burtu. Hvað gerir kona? Frýs, fyllist óhug og verður algerlega miður sín… og þegir.“

Frásagnir kvenna úr prestastétt

mbl.is

Innlent »

1.000 bombur á 7 mínútum

20:15 Undanfarna viku hefur hópur sjálfboðaliða undirbúið flugeldasýninguna sem verður annað kvöld á Menningarnótt. Þá munu um 1.000 bombur springa á 7 mínútum en Hjálparsveit skáta sér um sýninguna sem fyrr og er hún hönnuð að öllu leyti af meðlimum sveitarinnar. mbl.is kíkti á undirbúninginn. Meira »

12 milljörðum ríkari

19:48 Heppinn miðaeigandi er rúmlega 12 milljörðum króna ríkari eftir að tölurnar í Eurojackpot lágu fyrir í kvöld. Að þessu sinni var það Finni sem hlaut fyrsta vinninginn. Meira »

Kæra niðurfellingu kynferðisbrotamála

19:47 Stígamót eru um þessar mundir að safna saman málum kvenna sem eiga það sameiginlegt að dómstólar og saksóknarar hér á landi hafa felld kynferðisbrotamál þeirra niður. Málin hyggjast Stígamót svo kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Fólk elskaði að hata skúrkinn

19:30 „Ég ætla að tala um allt í kringum þessa þætti sem mér finnst merkilegt, til dæmis hversu karllægir þættirnir eru, enda skrifaðir af körlum og framleiddir af körlum. Hreyfiaflið er karlarnir,“ segir Karl Ferdinand Thorarensen, sem ætlar að vera með örnámskeið í september um sjónvarpsþættina Dallas. Meira »

Tefldi fjöltefli við 60 nemendur

18:49 Polar Pelagic-hátíð Hróksins í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, lauk í gærkvöldi fimmtudaginn 22. ágúst þegar Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans í bænum. Meira »

„Mikið áfall fyrir greinina“

18:20 „Þetta er mikið áfall fyrir greinina,“ segir Birgitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, um tvo veirusjúkdóma sem greindust í fyrsta skipti hér á landi í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landsveit í lok júlí. Búið er í einangrun. Meira »

500 kílómetra upphitun fyrir maraþon

18:00 Einar Hansberg Árnason lauk í dag hringferð um landið, þar sem markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölda barna sem verða fyrir ofbeldi ár hvert. Einar hefur lagt að baki um 500 kílómetra, til skiptis á hjóli, róðravél og skíðatæki. Á morgun hleypur hann sitt fyrsta maraþon. Meira »

49 íbúar hafa samþykkt tilboð FEB

17:33 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafa nú lýst því yfir að þeir samþykki tilboð Félags eldri borgara í Reykjavík um hækkun á íbúðaverði. Hafa 45 þeirra þegar skrifað undir skilmálabreytingu þessa efnis og fjórir til viðbótar að gera sér ferð til borgarinnar á næstunni til að skrifa undir. Meira »

Katrín reiðubúin að funda með Pence

17:07 Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, hefur lýst sig reiðubúna til að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna að lokinni Svíþjóðarferð sinni, geti varaforsetinn framlengt Íslandsdvöl sína. Meira »

Þrengja verulega að rekstri Landspítala

16:33 Fjárhagsstaða Landspítala er „alvarleg“ og hefur þegar verið gripið til aðgerða vegna hennar, segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í forstjórapistli. Þar segir hann þörf á að „þrengja verulega í rekstrinum. Það er engum gleðiefni að halda enn af stað í slíkar aðhaldsaðgerðir“ Meira »

Lífsgæði aukast með styttri vinnuviku

16:00 Lífsgæði jukust í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og starfsfólki leið betur bæði beima og í vinnu, 12 mánuðum eftir að henni var hrint í framkvæmd. Þetta eru niðurstöður rannsóknar félagsmálaráðuneytisins á tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Skýrsla um efnið var gefin út í dag. Meira »

Nálgast tvö þúsund tonn af makríl

15:55 Alls hafa færabátar veitt um 1.886 tonn af makríl það sem af er liðið vertíðinni á þessu sumri. Á sama tíma á síðasta ári hafði 2.021 tonni verið landað, en það er þrátt fyrir að veiðarn í ár hafi hafist töluvert fyrr í ár en í fyrra. Meira »

Gert lítið úr þátttöku Katrínar

15:25 Orðræða sumra í fjölmiðlum síðustu daga vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að vera ekki viðstödd heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í byrjun næsta mánaðar „segir sitt um viðhorf og firringu þeirra sem henni hafa haldið á lofti,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Meira »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »

Ekki lengur óútskýrður launamismunur

15:05 Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ, samkvæmt niðurstöðu viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

4 mánuðir fyrir stuld á kjúklingabringum

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi vegna ítrekaðs búðarhnupls. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 10. júlí síðastliðnum. Honum er einnig gert að greiða matvöruversluninni Krónunni rúmlega 130 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta. Meira »

Hlaupa fyrir „ofurmennin“

14:34 „Okkur finnst þau svo sterk og dugleg, bara eins og ofurmenni. Þau eru svo dugleg að geta farið í gegnum þetta,“ segja systurnar Katla og Salka Ómarsdætur sem munu hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Systurnar eru 7 og 11 ára gamlar. Meira »

Sakar Guðrúnu og SA um lögbrot

14:05 Þrátt fyrir að stjórn VR hafi skipað fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samræmi við álit Fjármálaeftirlitsins neitar Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar sjóðsins, að tilkynna eftirlitinu um skipun nýrrar stjórnar og boða stjórnarfund. Þetta fullyrðir formaður VR. Meira »
Bækur til sölu
Til sölu ýmsar áhugaverðar bækur um ættfræði og byggðasögu, þjóðsögur og ýmsan a...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...