Stakk tungunni upp í hana

Fjölmargar frásagnir fylgja áskorun sem 64 konur úr prestastétt skrifa ...
Fjölmargar frásagnir fylgja áskorun sem 64 konur úr prestastétt skrifa undir.

„Við heilsuðumst með faðmlagi, ég og kollegi minn, í sameiginlegu rými þeirra er koma að kirkjulegum athöfnum líkt og algengt er. Hann snýr andlitinu að mínu, setur varirnar að mínum og stingur tungunni upp í mig. Ég fraus,“ segir í einni af frásögnum kvenna í prestastétt sem hafa verið birtar í tengslum við #metoo-byltinguna.

„Einhverjum vikum síðar hittumst við aftur í sama rými og það sama gerist aftur, við föðmumst hann hélt mér þéttingsfast og stakk tungunni upp í mig. Ég brást illa við og bað hann um að ræða við mig undir fjögur augu.“

Ég sagði honum að þessi framkoma væri fyrir neðan allar hellur og mér væri gjörsamlega misboðið. Hann baðst afsökunar og lofaði að gera þetta ekki aftur. Í næstu skipti er við hittumst hafði hann á orði að hann þyrði ekki að faðma mig, ég svaraði því til að það væri gott að hann gerði ekki tilraun til þess.“

Sleikti tærnar

Í annarri frásögn segist konan hafa komið til vinnu berfætt í bandaskóm að sumri til. „Ég settist til vinnu inn á skrifstofu minni og skömmu síðar kom kollegi minn inn til mín og settist í annan viðtalsstólinn minn. Hann dásamaði skóna mína og spurði svo hvort ég vildi ekki fótanudd. Ég neitaði því. Áður en ég vissi af, steig hann upp úr stólnum, kraup fyrir framan mig, tók upp annan fótinn á mér og sleikti á mér tærnar,“ segir hún.

„Ég man að ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi með hann og hjartslátturinn dundi fyrir eyrum mér. Ég hef örugglega orðið mjög vandræðaleg en hann lét eins og þetta væri ekkert mál og gekk að svo búnu inn á skrifstofu sína. Ég þarf varla að taka það fram að ég fór aldrei aftur berfætt í bandaskóm til vinnu á skrifstofu minni.“

Sleikti eyrnasnepilinn

„Á leið minni í sorgarhús kom ég við í nærstaddri kirkju til að fá lánaða sálmabók. Kollegi minn tók á móti mér og náði í bókina fyrir mig. Áður en hann rétti mér hana tók hann utan um mig og bað Guð um að styrkja mig í þessu erfiða verkefni. Ég þakkaði fyrir og ætlaði að drífa mig áfram en þá þétti hann faðmlagið, kyssti mig á kinnina og sleikti á mér eyrnasnepilinn. Mér brá, en sagði ekki neitt og með óþægindatilfinningu fór ég í sorgarhús til að styðja aðstandendur í sorg sinni.“

„Má nú ekkert lengur?“

„Ákveðinn karlprestur vill alltaf kyssa mig á munninn sem mér finnst mjög óþægilegt. Núna í haust þegar mér hefur vaxið hugrekki, þökk sé #metoo sagði ég við hann að ég vildi ekki að hann kyssti mig á munninn. Þá sagði hann mjög niðurlægjandi: hvaða, hvaða má nú ekkert lengur? Mér fannst hann gera mjög lítið úr tilfinningum mínum og réttinum til að skapa mér mín mörk.“

AFP

Með ofnæmi fyrir rakspíra

„Ég hef reynt að verja mig gagnvart áreitni kollega, föstum faðmlögum, óvæntum kossum og eyrnanarti, með því að ljúga því til að ég sé með ofnæmi fyrir rakspíra.“

Ættu ekkert erindi í starfið

„Móðurbróðir minn hringdi í mig þegar hann frétti að ég væri byrjuð í guðfræðinámi til að tilkynna mér að ef ég lyki námi og yrði prestur þá væri það á hreinu að ég mætti ekki jarðsyngja hann þegar sá dagur kæmi. Konur ættu ekkert erindi í þetta starf og bara tilhugsunin um konu í hempu ylli honum óþægindum.“

Leiðbeint af karlkyns kollegum

„Þrátt fyrir mörg ár í starfi og mikla reynslu er það síendurtekin upplifun að vera leiðbeint af karlkyns kollegum. Talað föðurlega og vandað um við eins og smákrakka. Jafnvel mun yngri og óreyndari karlar finna sig í að leiðbeina mér óumbeðið.“

Sagði hana vera unga og óreynda

„Eftir nokkur ár í starfi sótti ég um stöðu sóknarprests í Reykjavík. Kollegi einn hringdi til mín og sagði mér í föðurlegum tón að ég skyldi nú ekki gera mér miklar vonir um slíkt embætti, þar sem ég væri svo ung og óreynd. Hann var þá sjálfur sóknarprestur í stóru prestakalli á sama svæði og hafði útskrifast tveimur árum á undan mér.“

Nuddaði kynfærunum upp við hana

„Eftir messu kom sóknarnefndarmaður til mín til að þakka mér með faðmlagi fyrir messu – eins og við gerum svo oft í kirkjunni. Nema í þetta skipti fannst honum við hæfi í miðju faðmlagi að reka snöggt fram miðju sína, já kynfærin og nudda þeim upp við mig. Og um leið og faðmlaginu lauk horfði hann á mig glottandi og gekk í burtu. Hvað gerir kona? Frýs, fyllist óhug og verður algerlega miður sín… og þegir.“

Frásagnir kvenna úr prestastétt

mbl.is

Innlent »

Fellihýsi valt út af Vesturlandsvegi

18:21 Bíll með fellihýsi í afturdragi fauk út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á sjötta tímanum í kvöld. Enginn slasaðist en fellihýsið er illa farið, brotið að framan og dót fokið úr því. Ökumaður og kona hans voru á leið út úr bænum þegar snörp vindhviða feykti bílnum yfir á öfugan vegarhelming og þaðan út í vegkant. Meira »

Þyrla flutti slasaðan hestamann

18:19 Kona féll af hestbaki í reiðtúr við Löngufjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi og hlaut áverka. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til ásamt björgunarsveitum af öllu Vesturlandi. Konan var flutt með þyrlu á Landspítala til skoðunar. Meira »

Ríkisstjórnin ekki rætt lög á ljósmæður

18:00 Ekki hefur komið til tals að setja lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Þetta segja bæði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Þjónustukort Byggðastofnunar kynnt

17:41 Vefsjáin thjonustukort.is var opnuð í dag og er það fyrsti áfangi í þróun þjónustukortsins sem nær yfir þjónustu á sviði löggæslu-, fræðslu- og heilbrigðismála. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tryggja frekari öflun gagna og samræmingu til þess að haldið verður áfram með verkefnið. Meira »

Ártúnsbrekka malbikuð

17:22 Malbikunarframkvæmdir hefjast í Ártúnsbrekku í kvöld, í aksturstefnu í átt að miðborg Reykjavíkur. Tvær akreinar verða malbikaðar í kvöld og nótt og ein til viðbótar á morgun. Vegarendur eru beðnir um að sýna aðgát. Meira »

Fjölgi nýbyggingum með niðurgreiðslum

16:45 Íbúðalánasjóður mun leita að þremur sveitarfélögum í tilraunaverkefni til að auka húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir verkefnið að norskri fyrirmynd. Meira »

Kjaradeila ljósmæðra „mikið áhyggjuefni“

16:03 Landlæknir, Alma D. Möller, lýsir alvarlegum áhyggjum vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í tilkynningu til fjölmiðla. Embættið segir stjórnendur Landspítala telja sig geta tryggt öryggi sjúklinga með herkjum þar sem óljóst er hvenær næsta álagstímabil starfsfólks verði. Meira »

Verið á óvissustigi frá því í haust

15:21 Rýmingaráætlun fyrir sveitirnar í nágrenni Öræfajökuls er tiltölulega ný af nálinni og á að ná vel til bæði heimamanna og ferðamanna á svæðinu. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Forsetinn mætti í afmæli Karólínu

14:55 Karólína Björk Steinþórsdóttir varð sjö ára gömul á laugardaginn og var haldin afmælisveisla af því tilefni. Karólína útbjó myndarlegan gestalista og ákvað að bjóða forseta Íslands í afmælisveisluna. Henni til mikillar undrunar mætti forsetinn með fjölskyldu sína í veisluna. Meira »

Greiddu sektina og báðust afsökunar

13:53 Er­lendu ferðamennirnir sem gerðust sekir um ólöglegan utanvegaakstur í gærkvöldi mættu á lögreglustöðina á Selfossi nú fyrir stuttu og greiddu sekt sem þeim var gerð vegna þeirra náttúruspjalla sem aksturinn olli. Hvor ökumaður þurfti að greiða 200 þúsund krónur. Meira »

Samfylkingin leitar að framkvæmdastjóra

13:07 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur auglýst eftir umsækjendum um starf framkvæmdastjóra flokksins. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdastjórinn beri ábyrgð á daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum auk þess að efla aðildarfélög og grasrót félagsins. Meira »

Leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað

12:40 Leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verður lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill samkvæmt nýju frumvarpi til umferðarlaga og er kveðið á um bann við að afhenda eða selja ökumanni eldsneyti sé hann undir áhrifum áfengis eða ávana- eða fíkniefna. Meira »

Lög á yfirvinnubann kæmu ekki á óvart

11:42 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segist ekki hafa áhyggjur af því að lög verði sett á yfirvinnubann ljósmæðra, sem taka á gildi aðfaranótt miðvikudags. Slíkt kæmi þó ekki á óvart með hliðsjón af sögunni. Meira »

Býðst að ljúka málinu með sektargreiðslu

11:15 Erlendu ferðalöngunum sem festu bíla sína í drullu eftir utanvegaakstur í gær býðst nú að ljúka málinu með greiðslu sektar, segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Meira »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...