Stakk tungunni upp í hana

Fjölmargar frásagnir fylgja áskorun sem 64 konur úr prestastétt skrifa ...
Fjölmargar frásagnir fylgja áskorun sem 64 konur úr prestastétt skrifa undir.

„Við heilsuðumst með faðmlagi, ég og kollegi minn, í sameiginlegu rými þeirra er koma að kirkjulegum athöfnum líkt og algengt er. Hann snýr andlitinu að mínu, setur varirnar að mínum og stingur tungunni upp í mig. Ég fraus,“ segir í einni af frásögnum kvenna í prestastétt sem hafa verið birtar í tengslum við #metoo-byltinguna.

„Einhverjum vikum síðar hittumst við aftur í sama rými og það sama gerist aftur, við föðmumst hann hélt mér þéttingsfast og stakk tungunni upp í mig. Ég brást illa við og bað hann um að ræða við mig undir fjögur augu.“

Ég sagði honum að þessi framkoma væri fyrir neðan allar hellur og mér væri gjörsamlega misboðið. Hann baðst afsökunar og lofaði að gera þetta ekki aftur. Í næstu skipti er við hittumst hafði hann á orði að hann þyrði ekki að faðma mig, ég svaraði því til að það væri gott að hann gerði ekki tilraun til þess.“

Sleikti tærnar

Í annarri frásögn segist konan hafa komið til vinnu berfætt í bandaskóm að sumri til. „Ég settist til vinnu inn á skrifstofu minni og skömmu síðar kom kollegi minn inn til mín og settist í annan viðtalsstólinn minn. Hann dásamaði skóna mína og spurði svo hvort ég vildi ekki fótanudd. Ég neitaði því. Áður en ég vissi af, steig hann upp úr stólnum, kraup fyrir framan mig, tók upp annan fótinn á mér og sleikti á mér tærnar,“ segir hún.

„Ég man að ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi með hann og hjartslátturinn dundi fyrir eyrum mér. Ég hef örugglega orðið mjög vandræðaleg en hann lét eins og þetta væri ekkert mál og gekk að svo búnu inn á skrifstofu sína. Ég þarf varla að taka það fram að ég fór aldrei aftur berfætt í bandaskóm til vinnu á skrifstofu minni.“

Sleikti eyrnasnepilinn

„Á leið minni í sorgarhús kom ég við í nærstaddri kirkju til að fá lánaða sálmabók. Kollegi minn tók á móti mér og náði í bókina fyrir mig. Áður en hann rétti mér hana tók hann utan um mig og bað Guð um að styrkja mig í þessu erfiða verkefni. Ég þakkaði fyrir og ætlaði að drífa mig áfram en þá þétti hann faðmlagið, kyssti mig á kinnina og sleikti á mér eyrnasnepilinn. Mér brá, en sagði ekki neitt og með óþægindatilfinningu fór ég í sorgarhús til að styðja aðstandendur í sorg sinni.“

„Má nú ekkert lengur?“

„Ákveðinn karlprestur vill alltaf kyssa mig á munninn sem mér finnst mjög óþægilegt. Núna í haust þegar mér hefur vaxið hugrekki, þökk sé #metoo sagði ég við hann að ég vildi ekki að hann kyssti mig á munninn. Þá sagði hann mjög niðurlægjandi: hvaða, hvaða má nú ekkert lengur? Mér fannst hann gera mjög lítið úr tilfinningum mínum og réttinum til að skapa mér mín mörk.“

AFP

Með ofnæmi fyrir rakspíra

„Ég hef reynt að verja mig gagnvart áreitni kollega, föstum faðmlögum, óvæntum kossum og eyrnanarti, með því að ljúga því til að ég sé með ofnæmi fyrir rakspíra.“

Ættu ekkert erindi í starfið

„Móðurbróðir minn hringdi í mig þegar hann frétti að ég væri byrjuð í guðfræðinámi til að tilkynna mér að ef ég lyki námi og yrði prestur þá væri það á hreinu að ég mætti ekki jarðsyngja hann þegar sá dagur kæmi. Konur ættu ekkert erindi í þetta starf og bara tilhugsunin um konu í hempu ylli honum óþægindum.“

Leiðbeint af karlkyns kollegum

„Þrátt fyrir mörg ár í starfi og mikla reynslu er það síendurtekin upplifun að vera leiðbeint af karlkyns kollegum. Talað föðurlega og vandað um við eins og smákrakka. Jafnvel mun yngri og óreyndari karlar finna sig í að leiðbeina mér óumbeðið.“

Sagði hana vera unga og óreynda

„Eftir nokkur ár í starfi sótti ég um stöðu sóknarprests í Reykjavík. Kollegi einn hringdi til mín og sagði mér í föðurlegum tón að ég skyldi nú ekki gera mér miklar vonir um slíkt embætti, þar sem ég væri svo ung og óreynd. Hann var þá sjálfur sóknarprestur í stóru prestakalli á sama svæði og hafði útskrifast tveimur árum á undan mér.“

Nuddaði kynfærunum upp við hana

„Eftir messu kom sóknarnefndarmaður til mín til að þakka mér með faðmlagi fyrir messu – eins og við gerum svo oft í kirkjunni. Nema í þetta skipti fannst honum við hæfi í miðju faðmlagi að reka snöggt fram miðju sína, já kynfærin og nudda þeim upp við mig. Og um leið og faðmlaginu lauk horfði hann á mig glottandi og gekk í burtu. Hvað gerir kona? Frýs, fyllist óhug og verður algerlega miður sín… og þegir.“

Frásagnir kvenna úr prestastétt

mbl.is

Innlent »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »

Vara við „veðurhvelli“

11:23 Vegagerðin vekur athygli á „veðurhvelli“ sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.   Meira »

„Þeir geta ekkert farið“

11:20 „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen. Meira »

„Takk fyrir ekkert!“

11:09 „Við höfum sýnt mikla biðlund. Við héldum að við værum í kjaraviðræðum en við lítum svo á að þær hafi verið frekar tilgangslausar,“ segir Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags náttúrufræðinga, um kjaradeilu þeirra sem hefur verið á borði rík­is­sátta­semj­ara síðustu sex mánuði. Meira »

Rafmagnslaust í Grindavík í nótt

10:32 Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma. Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu. Meira »

Flug til Grænlands í uppnámi

10:38 „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is. Meira »

Engin merki fundust um myglu

10:24 Tvö herbergi á lungnadeild Landspítala í Fossvogi verða væntanlega tekin aftur í notkun í dag, en Vinnueftirlitið greindi frá því á vefsíðu sinni að þeim hefði verið lokað vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Viðgerð var þegar hafin þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn þann 29. janúar síðastliðinn. Meira »

Plast í plastpokum í gráu tunnuna

09:49 Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.   Meira »

120 grísaskrokkar fara beint í ruslið

09:19 Búið er að opna Sæbrautina aftur eftir henni hafði verið lokað til suðurs um sjöleytið í morgun í kjölfar umferðaróhapps. Flutningskassi á flutningabíl á vegum Stjörnugríss brotnaði af í akstri og dreifðust grísaskrokkar um götuna. Meira »

7.000 nýburar deyja á hverjum degi

09:17 Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Meira »

Sæbraut lokuð vegna umferðaróhapps

08:58 Sæbraut er lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps, en flutningabíll með grísakjöti opnaðist og dreifðist kjöt um götuna. Verið að þrífa kjötið af vettvangi. Meira »

Starfshópur um frjálsíþróttavöll

08:18 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir. Meira »

Engu nær eftir 4 ára þrautagöngu

07:37 Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði. Meira »

Spáir sólríkum marsmánuði

08:52 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir því að veður hér á landi í mars verði fremur hæglátt. Spáir hann mildum suðaustlægum vindum og að það verði sólríkt og þurrviðrasamt. Meira »

Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta

07:57 Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt. Meira »

Hvessir mjög á landinu

06:47 Spáð er suðaustanstormi eða -roki víða á landinu á morgun, jafnvel ofsaveðri vestantil.  Meira »
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...