Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar.
Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar. mbl.is/RAX

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan.

Eyþór Arnalds, frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann sagði að ákvörðun Reykjavíkurborgar að nýta féð í strætóferðir frekar en nauðsynlegar framkvæmdir á stofnbrautum hefði ekki skilað tilsettum árangri.

„Ég tel að þetta hafi verið merkilegur og mikilvægur samningur og held það sé ekkert annað í stöðunni hérna á höfuðborgarsvæðinu en að efla almenningssamgöngur. Allir útreikningar sem liggja að baki bæði aðalskipulagsgerðinni og svæðisskipulaginu sýna það,“ segir Hjálmar og bætir við að þar með sé ekki sagt að það eigi ekki að vera hægt að keyra bíla í borginni. „Þvert á móti; eftir því sem fleiri nota almenningssamgöngur léttist bílaumferðin,“ segir Hjálmar. Spurður hvort hann telji að fjárveitingarnar hafi skilað árangri í að fjölga farþegum strætó segir hann alltaf mega gera betur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert