Stefnt að birtingu í mánuðinum

Stefnt er að því að ljúka vinnu við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 í þessum mánuði ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í svari við fyrirspurn frá mbl.is.

Frétt mbl.is: Skýrsla um neyðarlánið líklegast tilbúin í janúar

Morgunblaðið greindi frá því í nóvember að til stæði að skýrlan liti dagsins ljós í þessum mánuði og jafnvel fyrr og þar byggt á svari frá Seðlabankanum en hún hefur verið í vinnslu um árabil. Stefán segir í svari við fyrirspurn mbl.is að markmiðið sé sem fyrr að birta skýrsluna í þessum mánuði komi ekkert óvænt upp á.

Lánið sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi hinn 6. október nam 500 milljónum evra með veði í danska bankanum FIH og fólst í veitingu þess tilraun til að fleyta bankanum áfram þegar lokaðist fyrir allt aðgengi íslenska bankakerfisins að lánsfé á mörkuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert