Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

Borgarlínan er hugsuð sem hraðvagnakerfi með sérakreinum fyrir vagnana.
Borgarlínan er hugsuð sem hraðvagnakerfi með sérakreinum fyrir vagnana.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Mismunandi samgöngumátar séu allt hlutar af heildarlausninni. Þetta kom fram í Vikulokunum á Rás 1 í morgun þar sem meðal annars var rætt um samgöngumál.

Fjölgun íbúa um 70 þúsund aðalmálið

Bryndís hefur komið að skipulagsmálum hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og er í stjórn Strætó. Sagði hún að aðalmálið sem horfa þyrfti til væri að til ársins 2040 væri því spáð að íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu yrði um 70 þúsund manns. Sagði hún að þegar rætt væri um borgarlínu ætti að hafa í huga þessa fjölgun en ekki einstaka þrengingar á vegum og götum.

Sagði Bryndís að fólk myndi alltaf þurfa að komast á milli staða og þar sem flestir ferðuðust á háannatíma væri borgarlínan  „skynsamlegasta lausnin“ að bjóða upp á til að koma fjölda fólks á milli staða á sem skemmstum tíma.

Bryndís Haraldsdóttir.
Bryndís Haraldsdóttir.

Tók hún fram að ekki mætti setja þetta upp eins og andstæða póla þar sem annaðhvort allir ættu að ferðast með borgarlínu eða að vera á einkabílum. „Þetta er ekki þannig,“ sagði hún. Bætti hún við að menn gætu verið ósammála um ákveðna þætti í skipulagsmálum og hvernig einstaka götur eða umferðarmannvirki væru, en með borgarlínunni væri verið að mæta ákveðinni þörf í samgöngum og horfa til framtíðarfjölgunar íbúa.

Segir misskilnings gæta í viðhorfum Eyþórs

Borgarlínan hefur nokkuð verið í umræðunni undanfarið, en af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í leiðtogaprófkjöri í Reykjavík hafa allir frambjóðendur nema einn lýst yfir andstöðu eða efasemdum við uppbyggingu hennar. Sagðist Bryndís lýsa yfir stuðningi við Áslaugu Friðriksdóttur, eina frambjóðanda flokksins sem væri hlynnt framkvæmdinni. 

Var Bryndís spurð út í andstöðu Eyþórs Arnalds, frambjóðanda í leiðtogakjörinu, og sagðist hún telja ákveðins misskilnings gæta í viðhorfum hans með til dæmis þrengingar Miklubrautar og vísaði aftur til þess að samgöngumáti eins og borgarlína eða aðrar almenningssamgöngur gætu komið mun fleirum á milli staða.

Hugmyndir um legu borgarlínu eins og þær voru settar fram ...
Hugmyndir um legu borgarlínu eins og þær voru settar fram um mitt síðasta ár. Mynd/mbl.is

Þá sagði hún einnig að vagnar Strætó væru alls ekki tómir eins og Eyþór hafði sett fram í grein sinni í vikunni. Sagði hún að nýting þeirra væri heilt á litið góð, þótt auðvitað mætti hún vera betri. Þá hefði nýtingin verið að batna ár frá ári, þó að ekki hafi náðst árangur um hlutfall ferða hjá íbúum. Aftur á móti hefði farþegum fjölgað á hverju ári undanfarin ár.

mbl.is

Innlent »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Verktaki - Ráðgjöf - Verkefnavinna
Reynsluríkur lögg. iðnmeistari á besta aldri tekur að sér ýmis smáverk / ráðgjö...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...