Leggja bílum á leikvelli

Bílum hefur verið lagt í nokkurra mánaða skeið á leikvellinum.
Bílum hefur verið lagt í nokkurra mánaða skeið á leikvellinum. Ljósmynd/Aðsend

Bílum hefur verið lagt inni í gamla hestagerðinu við Kvennaskólann fyrir aftan Fríkirkjuveg 11 síðustu mánuði í óþökk nágranna. Í gegnum tíðina hafa börn nýtt sér svæðið fyrir leik og sem sparkvöll. Dæmi eru um að börn að leik hafi þurft frá að hverfa vegna bílanna sem hefur verið lagt þar. Gerðið er að stærstum hluta friðað enda var það reist snemma á síðustu öld eða á sama tíma og Thor Jensen reisti húsið að Fríkirkjuvegi 11 árin 1907-1908. 

Í janúar í fyrra samþykkti Minjastofnun að veita leyfi til að rífa þann hluta veggjarins niður sem er yngstur og lægstur. Ásgeir Ásgeirsson arkitekt óskaði eftir breytingum og lagfæringum á garðveggnum fyrir hönd eigenda Fríkirkjuvegar 11. Það var gert til að auðvelda aðgengi að húsinu og svo að bílar gætu meðal annars snúið við því heimreiðin er þröng.  

Fríkirkjuvegur 11
Fríkirkjuvegur 11 mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta er ekki og á alls ekki að vera bílastæði,“ segir Ásgeir Ásgeirsson spurður út í bílana sem hefur verið lagt á svæðinu. Hann vissi ekki að svæðið væri notað sem bílastæði þegar mbl.is hafði samband við hann. „Ég veit ekki hverjir eru að leggja þarna og væri til í að vita það,“ segir Ásgeir. 

Engin áform um bílastæði 

Engin áform eru uppi um að svæðið verði nýtt sem bílastæði í framtíðinni. „Við erum með ýmsar hugmyndir um að nýta svæðið meðal annars að endurbyggja gamalt fjós sem var þarna sunnanmegin,“ segir Ásgeir. Fjósið sem um ræðir er lítið, lagreist og varla manngengt og til dæmis yrði hægt að nýta það sem geymslu, að sögn Ásgeirs. Hann tekur fram að þetta eru einungis hugmyndir.

Svæðið hefur ekkert breyst að öðru leyti en skarð hefur verið tekið úr veggnum en það var þökulagt fyrir nokkru.   

Frá því Björgólfur Thor Björgólfsson keypti húsið af Reykjavíkurborg árið 2007 hafa margir lýst yfir áhyggjum af því hvaða hlutverk hestagerði fyrir aftan húsið fái. Núverandi eigandi er með leigusamning sem nær yfir gerðið, að sögn Ásgeirs.  

Hafa haft húsið í „gjörgæslu“

Pétur Ármannsson, arkitekt og sér­fræðing­ur hjá Minja­stofn­un Íslands, segir að þegar stofnunin veitti heimild fyrir því að taka hluta veggjarins niður var ekki kynnt fyrir þeim að bílum yrði komið fyrir á svæðinu. Hann bendir á að leita verði samþykkis Minjastofnunar fyrir því sem yrði komið fyrir innan gerðisins.     

„Við höfum haft skoðun á öllu í kringum þetta hús og haft það alveg í gjörgæslu. Við höfum verið mjög afskiptasöm enda er þetta mjög mikilvægt hús,“ segir Pétur. Hann tekur fram að engin breyting verið þar á.  

Fyrir tíu árum vöktu Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason athygli á því að standa þyrfti vörð um hestagerðið í ljósi þeirra lífs­gæða sem svæðið hef­ur veitt kyn­slóðum barna í Þing­holt­un­um. Þeir vöktu athygli á þessu með því að ríða frá Kópavogi og í gerðið þar sem þeir áðu. Þetta gerðu þeir á 100 ára afmæli hestagerðisins sem Thor reisti árið 1908.

Bílunum er lagt á grasigróinn leikvöll.
Bílunum er lagt á grasigróinn leikvöll. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Gagnlegur og góður“ fundur með Merkel

15:36 Í samtali við mbl.is segir Katrín að hún og Angela Merkel hafi farið vítt yfir sviðið í samræðum sínum. Katrín óskaði þess að íslenskir embættismenn mættu leita liðsinnis þýskra kollega sinna varðandi leitina að Hauki Hilmarssyni, sem sagður er að hafi fallið í árás tyrkneska hersins í Sýrlandi. Meira »

Minntist Sverris og Guðjóns

15:27 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Sverri Hermannsson og Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismenn, við upphaf þingfundar nú síðdegis og bað þingheim að minnast þeirra með því að rísa úr sætum. Meira »

Flest málefni varða börn

15:13 Of lítið hefur verið tekið mið af börnum við lagasetningu á þingi þrátt fyrir flest málefni varði börn með einum eða öðrum hætti. Það er þó að breytast til betri vegar. Þetta segir Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Meira »

Katrín fundaði með Merkel

14:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í Berlín í Þýskalandi þar sem hún fundaði í dag með Angelu Merkel. Hófst fundurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Meira »

Kettir eru róandi

14:00 Eigendur fyrsta kattakaffihúss landsins komu í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar og með þeim einn af íbúunum, Fabio, tíu ára fress, sem þurfti að kynna sér hljóðverið á meðan á viðtalinu stóð. Meira »

Taki næstu skref að auknu jafnrétti

13:59 Formannaráð BSRB skorar á atvinnurekendur að taka næstu skref í tengslum við #metoo byltinguna. Þetta var niðurstaða fundar ráðsins fyrr í dag og segir í fréttatilkynningu að BSRB skori á atvinnurekendur að taka næsta skref með athugun á vinnumenningu og greiningu á völdum og valdastöðu. Meira »

Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

13:46 Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Meira »

Segir áhugaleysi á Afrin algjört

13:52 „Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist,“ segir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði. Hún vandar íslenskum stjórnmálamönnum ekki kveðjurnar. Meira »

Færri og betri uppboð á myndlist

13:18 „Við erum ánægð með þetta uppboð en á því er fjöldi góðra verka eftir þekkta listamenn,“ segir Jó­hann Ágúst Han­sen, fram­kvæmda­stjóri og upp­boðsstjóri hjá Galle­rí Fold, um fyrsta uppboð ársins hjá galleríinu í kvöld kl. 18. Meira »

Helmingur næringarfullyrðinga fyllti ekki kröfur

12:49 Helmingur næringar- og heilsufullyrðinga á matvörum og fæðubótarefnum uppfyllti ekki kröfur. Þetta kemur fram í rannsókn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þessum vörum frá maí 2016 til febrúar 2017. Meira »

Hamfaragos í Eldgjá ýtti undir kristnitöku

11:58 Gos í Eldgjá skömmu eftir landnám ýtti undir trúskiptin hér á landi. Þetta er niðurstaða teymis vísindamanna í rannsókn sem leidd var af Cambridge-háskóla. Meira »

Svindlsíminn hringdi í lögguna

11:53 Íslenskum símafyrirtækjum bárust um helgina tilkynningar um hrinu svindlssímtala. Síminn lokaði á yfir 100 erlend númer nú um helgina og jafnvel lögreglan fékk símtal úr einu svindnúmeranna. Meira »

Hafa áhyggjur af gæðum offituaðgerða

11:52 Landlæknir telur ástæðu til að hafa áhyggjur af gæðum og öryggi skurðaðgerða við offitu og eftirmeðferðar slíkra aðgerða. Enn fremur telur landlæknir ástæða til að hafa áhyggjur af sjúklingum sem velja að fara í slíkar aðgerðir án nægilegs undirbúnings og eftirlits. Meira »

Stærstu þotunni snúið til Keflavíkur

10:46 Airbus A380 farþegaþota flugfélagsins Etihad Airways lenti á Keflavíkurflugvelli nú morgun með veikan farþega. Vélin var á leið frá Abu Dhabi til New York þegar farþeginn veiktist og var þá ákveðið að lenda hér. Airbus A380 er stærsta farþegaþota heims og getur tekið allt að 853 farþega. Meira »

Samræmdu prófin á skjön?

10:01 Það er ekkert launungarmál að samræmd könnunarpróf í grunnskólum landsins hafa verið gagnrýnd, ekki bara núna í ár þegar tæknilegir annmarkar settu prófin úr skorðum, heldur einnig síðustu árin. Meira »

Aðalmeðferð fer fram í september

11:13 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Hlýrra í Reykjavík en víða í Evrópu

10:18 Það er einstaklega ánægjulegt, verandi á Íslandi, að skoða hitastigið í nokkrum borgum Evrópu og víðar nú í morgun. Hitinn í Reykjavík klukkan 10 var 5°C og því hlýrra í höfuðborginni okkar en í Ósló, London, New York, París, Amsterdam, Berlín og Boston svo dæmi séu tekin. Meira »

Náði kjörþyngdinni á 8 mánuðum

10:00 Margrét Guðmundsdóttir kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun en hún sendi nýlega frá sér bókina Konan sem át fíl og grenntist (samt). Meira »
L edda 6018031319 iii
Félagsstarf
? EDDA 6018031319 III Mynd af auglýs...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...