Gefast upp á að nota strætó

Beðið í röð eftir að komast um borð í strætó. ...
Beðið í röð eftir að komast um borð í strætó. Mynd úr safni. Tíminn sem leið 6 er ætlaður til að komast milli Spangarinnar og miðbæjar hefur verið skertur og segja íbúar Staðahverfis þá áætlun ekki ganga upp. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íbúar Staðahverfis í Grafarvoginum eru afar ósáttir við breytingar sem gerðar voru á leiðarkerfi Strætó og draga verulega úr þjónustu við íbúa hverfisins. Fyrir vikið hafa margir foreldrar gefist upp á að láta börn sín nota almenningssamgöngur. Segja þeir þjónustuskerðinguna ganga þvert gegn þeirri stefnu borgaryfirvalda að draga úr notkun einkabílsins.

Breyting á leið 6 tók gildi um áramót. Áður fór vagninn á kortérsfresti neðan úr miðbæ, í gegnum Grafarvoginn, þar með talið Staðahverfið og upp í Mosfellsbæ. Eftir breytinguna fer vagninn á 10 mínútna fresti, en stoppar nú við verslunarkjarnann Spöngina í Grafarvogi, án viðkomu í Staðahverfi eða Mosfellsbæ. Í staðinn ekur nú  leið 7 úr Mosfellsbæ í gegnum Staðahverfið á hálftíma fresti og stoppar í Spönginni, þar sem farþegar eiga að geta skipt um vagn og haldið áfram för sinni með leið 6.

„Þetta átti að vera betri þjónusta í Grafarvogi en skerðir í raun verulega þjónustu við íbúa Staðahverfis og mismunar að auki íbúum í hverfinu,“ segir Sigríður Lóa Sigurðardóttir, einn íbúanna. Samkvæmt LUKR (Landupplýsingakerfi Reykjavíkur) búa 1.174 af þeim 18.148 Reykvíkingum sem búsettir eru í Grafarvogi í Staðahverfi.

Leiðarkerfið eins og það var milli miðborgarinnar og Mosfellsbæjar. Vagninn ...
Leiðarkerfið eins og það var milli miðborgarinnar og Mosfellsbæjar. Vagninn ekur nú ekki lengra en í Spöngina í Rimahverfinu en ekur þess í stað á 10 mínútna fresti.

Kemur sér illa fyrir framhaldsskólanema og tómstundaiðkun barna

Sigríður Lóa segir íbúa hafa frétt af breytingunum í nóvember og þeir hafi í kjölfarið leitað upplýsinga um málið hjá Strætó. „Þar fengum við þau svör að farþegum fækkaði svo mikið þegar kæmi inn í Grafarvoginn, sem mér finnast ekki góð rök, þar sem eðlilegt er að farþegum fækki nálægt endastöðvum,“ segir Sigríður Lóa og bendir á kort sem hún fékk sent frá Strætó. „Kortið sýnir einmitt að fjöldinn eykst meira þegar komið er inn í Staðahverfið úr Mosfellsbæ og er meiri heldur en á endastöð í miðbænum.“

Sigríður Lóa útskýrir að tengingin við Mosfellsbæ hafi aðallega verið ætluð fyrir framhaldsskólanema úr Mosfellsbæ sem stundi nám í Borgarholtsskóla og að íbúar í Staðahverfi séu ekki að sækjast eftir því að leið 6 haldi áfram að ganga þangað, heldur að vagninn þjóni öllum Grafarvoginum.

Hún segir það enda hafa sýnt sig að breytingin komi illa út fyrir bæði þá framhaldsskólanemendur sem séu í skóla niðri í bæ, sem og þau börn sem stundi íþróttir eða tómstundastarf annars staðar i hverfinu, til að mynda í Egilshöll.

Þurfa að taka strætó kl. 6.50 til að geta mætt 8

„Mín fjölskylda býr til að mynda í miðju Staðahverfinu og fyrir okkur er 20 mínútna gangur á næstu stoppistöð þar sem leið 6 gengur. Fyrir þá sem eru í ytri enda hverfisins er þetta allt að 40 mínútna gangur,“ segir Sigríður Lóa.

Ætli börnin hins vegar að nýta sér leið 7 upp í Spöng og taka leið 6 þaðan, ættu þau samkvæmt tímatöflu strætó að taka vagninn kl. 7.20 til að ná í niður í miðbæ áður en skóli hefst kl. 8.10. „Þeir krakkar sem hafa verið að reyna þetta segja tímatöfluna hins vegar sjaldnast stemma. Einhverjir hafa þá verið að hlaupa úr vagninum fyrr til að ná sexunni mögulega á annarri stöð.“ Ekki séu öll vandamál þar með úr sögunni þó að börnin nái rétta vagninum. „Þau hafa ítrekað lent í því að ná ekki niður eftir áður en skóli hefst og þá er merkt við að þau mæti seint.“

Leið 6 bíður í Spönginni. Íbúar Staðahverfis segja tímatöflu á ...
Leið 6 bíður í Spönginni. Íbúar Staðahverfis segja tímatöflu á leið 6 og 7 ekki ganga upp og því séu þau framhaldsskólanemar oft komnir of seint í skólann. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þegar leið 7 kemur aðeins á hálftíma fresti þá hentar þetta illa,“ segir hún og bendir á að þeir sem ætli að vera öruggir með að vera mættir í skólann klukkan átta þurfi þá að taka vagninn sem fer kl. 6.50. „Það er alveg ómögulegt, ekki hvað síst fyrir unglinga þar sem líkamsklukkan er nokkrum stundum á eftir klukku samfélagsins.“

Tíminn fyrir ferð strætó of tæpur

Fram hefur komið í spjalli Facebook-hóps íbúa Staðahverfis að áætlaður tími fyrir leið 6 úr Spönginni niður í miðbæ hafi áður verið 43 mínútur, en sé núna 38 mínútur og í morgunumferðinni hefur leið 6 25 mínútur samkvæmt tímaáætlun. „Þannig að það er líka verið að gefa vagnstjórunum skemmri tíma til að komast á leiðarenda,“ segir Sigríður Lóa. Sá tími virðist hins vegar ekki vera raunhæfur, íbúar sem hafi verið á ferð með leið 6 utan háannatíma hafi séð að sú tímasetning standist ekki. „Þess vegna er fólk líka að gefast upp,“ segir hún. 

Breytingin kemur einnig illa við yngri börnin í Staðahverfi, sem eru í tómstundastarfi, t.a.m. í Egilshöll. „Þau þurfa þá sum hver annað hvort að fara hálftíma fyrr af stað og bíða hálftíma uppi í Egilshöll eða mæta aðeins of seint á æfingu.“ Sigríður Lóa bendir á að ekki sé alltaf mikill tími aflögu frá því að skóla lýkur og þar til æfingar hefjast.

„Leið 6 gekk þarna áður á kortersfresti og það var mjög gott,“ segir hún og kveðst vita um unglinga sem voru nýlega búnir að kaupa sér árskort í strætó, en eru nú búnir að gefast upp á að nota strætisvagnakerfið.

Of dýrt að keyra hringinn

Sjálf hefur hún ítrekað haft samband við Strætó vegna málsins. „Svörin voru á þá leið að það væri svo dýrt að láta leið 6 keyra þennan hring,“ segir Sigríður Lóa og bætir við að það taki vagninn aðeins nokkrar mínútur að fara þá leið.

Þá hafi rafrænn undirskriftalisti íbúa verið sendur ásamt bréfi á alla borgarfulltrúa og stjórn Strætó, án nokkurra viðbragða. „Sá eini sem svarað var Kjartan Magnússon og hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði talað á móti þessari breytingu á sínum tíma.“

Mikil umræða hefur verið undanfarið um borgarlínuna og sjálf segist Sigríður Lóa velta því fyrir sér hvernig íbúar sem búa við jafnskerta þjónustu og Staðahverfið eigi að geta nýtt sér hana. „Á maður þá ekki að komast úr úthverfunum að stöðvum borgarlínunnar?“ spyr hún.

„Þessi breyting er ekki í anda þess að draga úr notkun einkabílsins. Almenningssamgöngur eiga að vera fyrir alla og sérstaklega þá sem búa í úthverfum og eiga fyrir vikið erfiðara með að ganga eða hjóla á áfangastað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...