Gefast upp á að nota strætó

Beðið í röð eftir að komast um borð í strætó. ...
Beðið í röð eftir að komast um borð í strætó. Mynd úr safni. Tíminn sem leið 6 er ætlaður til að komast milli Spangarinnar og miðbæjar hefur verið skertur og segja íbúar Staðahverfis þá áætlun ekki ganga upp. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íbúar Staðahverfis í Grafarvoginum eru afar ósáttir við breytingar sem gerðar voru á leiðarkerfi Strætó og draga verulega úr þjónustu við íbúa hverfisins. Fyrir vikið hafa margir foreldrar gefist upp á að láta börn sín nota almenningssamgöngur. Segja þeir þjónustuskerðinguna ganga þvert gegn þeirri stefnu borgaryfirvalda að draga úr notkun einkabílsins.

Breyting á leið 6 tók gildi um áramót. Áður fór vagninn á kortérsfresti neðan úr miðbæ, í gegnum Grafarvoginn, þar með talið Staðahverfið og upp í Mosfellsbæ. Eftir breytinguna fer vagninn á 10 mínútna fresti, en stoppar nú við verslunarkjarnann Spöngina í Grafarvogi, án viðkomu í Staðahverfi eða Mosfellsbæ. Í staðinn ekur nú  leið 7 úr Mosfellsbæ í gegnum Staðahverfið á hálftíma fresti og stoppar í Spönginni, þar sem farþegar eiga að geta skipt um vagn og haldið áfram för sinni með leið 6.

„Þetta átti að vera betri þjónusta í Grafarvogi en skerðir í raun verulega þjónustu við íbúa Staðahverfis og mismunar að auki íbúum í hverfinu,“ segir Sigríður Lóa Sigurðardóttir, einn íbúanna. Samkvæmt LUKR (Landupplýsingakerfi Reykjavíkur) búa 1.174 af þeim 18.148 Reykvíkingum sem búsettir eru í Grafarvogi í Staðahverfi.

Leiðarkerfið eins og það var milli miðborgarinnar og Mosfellsbæjar. Vagninn ...
Leiðarkerfið eins og það var milli miðborgarinnar og Mosfellsbæjar. Vagninn ekur nú ekki lengra en í Spöngina í Rimahverfinu en ekur þess í stað á 10 mínútna fresti.

Kemur sér illa fyrir framhaldsskólanema og tómstundaiðkun barna

Sigríður Lóa segir íbúa hafa frétt af breytingunum í nóvember og þeir hafi í kjölfarið leitað upplýsinga um málið hjá Strætó. „Þar fengum við þau svör að farþegum fækkaði svo mikið þegar kæmi inn í Grafarvoginn, sem mér finnast ekki góð rök, þar sem eðlilegt er að farþegum fækki nálægt endastöðvum,“ segir Sigríður Lóa og bendir á kort sem hún fékk sent frá Strætó. „Kortið sýnir einmitt að fjöldinn eykst meira þegar komið er inn í Staðahverfið úr Mosfellsbæ og er meiri heldur en á endastöð í miðbænum.“

Sigríður Lóa útskýrir að tengingin við Mosfellsbæ hafi aðallega verið ætluð fyrir framhaldsskólanema úr Mosfellsbæ sem stundi nám í Borgarholtsskóla og að íbúar í Staðahverfi séu ekki að sækjast eftir því að leið 6 haldi áfram að ganga þangað, heldur að vagninn þjóni öllum Grafarvoginum.

Hún segir það enda hafa sýnt sig að breytingin komi illa út fyrir bæði þá framhaldsskólanemendur sem séu í skóla niðri í bæ, sem og þau börn sem stundi íþróttir eða tómstundastarf annars staðar i hverfinu, til að mynda í Egilshöll.

Þurfa að taka strætó kl. 6.50 til að geta mætt 8

„Mín fjölskylda býr til að mynda í miðju Staðahverfinu og fyrir okkur er 20 mínútna gangur á næstu stoppistöð þar sem leið 6 gengur. Fyrir þá sem eru í ytri enda hverfisins er þetta allt að 40 mínútna gangur,“ segir Sigríður Lóa.

Ætli börnin hins vegar að nýta sér leið 7 upp í Spöng og taka leið 6 þaðan, ættu þau samkvæmt tímatöflu strætó að taka vagninn kl. 7.20 til að ná í niður í miðbæ áður en skóli hefst kl. 8.10. „Þeir krakkar sem hafa verið að reyna þetta segja tímatöfluna hins vegar sjaldnast stemma. Einhverjir hafa þá verið að hlaupa úr vagninum fyrr til að ná sexunni mögulega á annarri stöð.“ Ekki séu öll vandamál þar með úr sögunni þó að börnin nái rétta vagninum. „Þau hafa ítrekað lent í því að ná ekki niður eftir áður en skóli hefst og þá er merkt við að þau mæti seint.“

Leið 6 bíður í Spönginni. Íbúar Staðahverfis segja tímatöflu á ...
Leið 6 bíður í Spönginni. Íbúar Staðahverfis segja tímatöflu á leið 6 og 7 ekki ganga upp og því séu þau framhaldsskólanemar oft komnir of seint í skólann. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þegar leið 7 kemur aðeins á hálftíma fresti þá hentar þetta illa,“ segir hún og bendir á að þeir sem ætli að vera öruggir með að vera mættir í skólann klukkan átta þurfi þá að taka vagninn sem fer kl. 6.50. „Það er alveg ómögulegt, ekki hvað síst fyrir unglinga þar sem líkamsklukkan er nokkrum stundum á eftir klukku samfélagsins.“

Tíminn fyrir ferð strætó of tæpur

Fram hefur komið í spjalli Facebook-hóps íbúa Staðahverfis að áætlaður tími fyrir leið 6 úr Spönginni niður í miðbæ hafi áður verið 43 mínútur, en sé núna 38 mínútur og í morgunumferðinni hefur leið 6 25 mínútur samkvæmt tímaáætlun. „Þannig að það er líka verið að gefa vagnstjórunum skemmri tíma til að komast á leiðarenda,“ segir Sigríður Lóa. Sá tími virðist hins vegar ekki vera raunhæfur, íbúar sem hafi verið á ferð með leið 6 utan háannatíma hafi séð að sú tímasetning standist ekki. „Þess vegna er fólk líka að gefast upp,“ segir hún. 

Breytingin kemur einnig illa við yngri börnin í Staðahverfi, sem eru í tómstundastarfi, t.a.m. í Egilshöll. „Þau þurfa þá sum hver annað hvort að fara hálftíma fyrr af stað og bíða hálftíma uppi í Egilshöll eða mæta aðeins of seint á æfingu.“ Sigríður Lóa bendir á að ekki sé alltaf mikill tími aflögu frá því að skóla lýkur og þar til æfingar hefjast.

„Leið 6 gekk þarna áður á kortersfresti og það var mjög gott,“ segir hún og kveðst vita um unglinga sem voru nýlega búnir að kaupa sér árskort í strætó, en eru nú búnir að gefast upp á að nota strætisvagnakerfið.

Of dýrt að keyra hringinn

Sjálf hefur hún ítrekað haft samband við Strætó vegna málsins. „Svörin voru á þá leið að það væri svo dýrt að láta leið 6 keyra þennan hring,“ segir Sigríður Lóa og bætir við að það taki vagninn aðeins nokkrar mínútur að fara þá leið.

Þá hafi rafrænn undirskriftalisti íbúa verið sendur ásamt bréfi á alla borgarfulltrúa og stjórn Strætó, án nokkurra viðbragða. „Sá eini sem svarað var Kjartan Magnússon og hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði talað á móti þessari breytingu á sínum tíma.“

Mikil umræða hefur verið undanfarið um borgarlínuna og sjálf segist Sigríður Lóa velta því fyrir sér hvernig íbúar sem búa við jafnskerta þjónustu og Staðahverfið eigi að geta nýtt sér hana. „Á maður þá ekki að komast úr úthverfunum að stöðvum borgarlínunnar?“ spyr hún.

„Þessi breyting er ekki í anda þess að draga úr notkun einkabílsins. Almenningssamgöngur eiga að vera fyrir alla og sérstaklega þá sem búa í úthverfum og eiga fyrir vikið erfiðara með að ganga eða hjóla á áfangastað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Endurfundir Ellýjar og Vilhjálms

Í gær, 21:35 Þar sem blaðamaður hringir dyrabjöllunni á húsi í Garðabænum til að hitta þau Ellý og Vilhjálm hugsar hann með sér að þetta með nöfnin sé svolítið skemmtileg tilviljun og á þar við vegna systkinanna og söngvaranna Ellýjar og Vilhjálms heitinna, Vilhjálmsbarna. Meira »

Minntust fórnarlambanna 77

Í gær, 20:51 Sjö ár eru í dag liðin frá hryðjuverkum Anders Breivik í Noregi. Ungir jafnaðarmenn minntust fórnarlambanna 77 með minningarathöfn við Norræna húsið. Meira »

Miðlunartillaga kynnt ljósmæðrum

Í gær, 20:16 Samninganefnd ljósmæðra fundar nú með félagsmönnum á Landspítala og kynnir þeim miðlunartillöguna sem ríkissáttasemjari lagði til í gær. Meira »

Mosfellsdalur á altari ferðamennskunnar

Í gær, 20:15 „Dalurinn er orðinn að einhverri hraðbraut án þess að við íbúar höfum nokkuð um það að segja,“ segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og íbúi í Mosfellsdal. Um dalinn liggur Þingvallavegur, sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og aðra ferðamannastaði. Meira »

Ást og friður á LungA

Í gær, 19:35 Listahátíðin LungA, listahátíð ungs fólks, fór fram á Seyðisfirði síðastliðna viku og lauk henni í gær. Þangað lögðu listunnendur leið sína og gekk hátíðin vonum framar að sögn skipuleggjenda. Þó svo að flestir séu þreyttir í lok vikunnar snýr fólk til síns heima fullt af kærleik og innblæstri. Meira »

Yfir 23.000 miðar seldir

Í gær, 19:12 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir 26.900 áhorfendum á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, er bandaríska rokksveitin Guns N‘ Roses stígur þar á svið. Fleiri verða tónleikagestir ekki. Meira »

Barátta fyrir lífsgæðum

Í gær, 18:40 Brynhildur Lára er 9 ára stúlka sem er búsett í Svíþjóð ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún greindist með taugatrefjaæxlager, sjúkdóminn NF1, þegar hún var innan við árs gömul. Sjúkdómurinn hefur valdið skemmdum á taugum hennar, sem hafa m.a. leitt til þess að í dag er hún alblind. Meira »

Ekki ráðlegt að spyrja Grikki til vegar

Í gær, 18:00 Hjónin Magnús A. Sigurðsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir fóru nýverið til Grikklands ásamt börnum sínum, Guðrúnu Elenu og Sigurði Mar, og dvöldu þar í tæpan mánuð. Meira »

„Kristján kveður og Kristján heilsar“

Í gær, 17:35 Skálholtshátíð fór fram um helgina og var dagskráin fjölbreytt. Í dag fór fram biskupsvígsla, en þá vígði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands séra Kristján Björnsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsstifti við messu í Skálholtsdómkirkju. Meira »

Þreytt á hraðakstri í Mosfellsdal

Í gær, 17:10 Íbúasamtökin í Mosfellsdal hafa árum saman kallað eftir umbótum á veginum sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og liggur í gegnum Mosfellsdalinn. Þau vilja hraðamyndavélar og bann við framúrakstri en segja að erfiðlega gangi að ná eyrum ráðamanna. Meira »

Eineltismenning jafnvel ríkt lengi

Í gær, 16:02 Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins í borgarstjórn telja að sterkar vísbendingar séu um að í Ráðhúsi Reykjavíkur ríki eineltismenning og að hún hafi jafnvel ríkt lengi. Þetta kemur fram í bókun þeirra frá fundi borgarráðs á fimmtudag. Meira »

Sigraði anorexíuna

Í gær, 13:55 Fyrir nokkrum árum var Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir langt leidd af átröskunarsjúkdómnum anorexíu. Í dag er hún hreystin uppmáluð og vinnur sem hóptímakennari hjá Reebok Fitness ásamt því að stunda meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Á von á því að ljósmæður samþykki

Í gær, 11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

Í gær, 11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

Í gær, 10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

Í gær, 10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

Í gær, 09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

Í gær, 09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

Í gær, 08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
FJÖLSKYLDUFERÐ Í SÓLINA. Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallar...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...