Áfram í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Um er að ræða karlmann á fimm­tugs­aldri sem hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá 19. janú­ar, grunaður um kyn­ferðis­brot gegn nokkr­um börn­um. Fram hefur komið, að maður­inn hafi starfað með börn­um og ung­ling­um hjá Reykja­vík­ur­borg og að brot­in hafi átt sér stað á sex ára tíma­bili, frá ár­inu 2004 til 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert