Þórarinn mun áfrýja dómnum

Þórarinn Jónasson, eig­anda Lax­ness hesta­leigu í Mos­fells­dal.
Þórarinn Jónasson, eig­anda Lax­ness hesta­leigu í Mos­fells­dal. Ljósmynd/Halldór Kolbeins

Þórarinn Jónasson, eig­andi Lax­ness hesta­leigu í Mos­fells­dal, mun áfrýja dómi héraðsdóms í meiðyrðamáli hans á hendur Auði Jóns­dóttur rit­höf­undi. Hún var sýknuð af meiðyrðakæru Þór­ar­ins í síðustu viku vegna grein­ar sem hún skrifaði og var birt á Kjarn­inn.is 13. júní árið 2016 und­ir fyr­ir­sögn­inni „For­seti lands­ins“.

Fór Þór­ar­inn fram á að þrenn um­mæli í grein­inni væru dæmd dauð og ómerk. Sagði hún Þór­ar­in þar meðal ann­ars stunda dýr­aníð og nátt­úr­uníð, að hann væri með „doll­ara­seðlana upp úr rassa­skor­unni“ og að hann eygði ekki um nátt­úr­una held­ur bara pen­inga.

„Málið fjallar um ærumeiðandi ummæli í minn garð en ekki beitarmál í Mosfellsdal fyrir 25 árum,“ segir Þórarinn, sem er oft kallaður Póri, um dóminn sem féll. Málinu verður áfrýjað í vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert