Claudia andlit Hríseyjar

Í Hrísey. Claudia Andrea Werdecker sér um Hríseyjarbúðina og kann …
Í Hrísey. Claudia Andrea Werdecker sér um Hríseyjarbúðina og kann sérlega vel við sig á staðnum Ljósmyndir/Ómar Þór Guðmundsson

Þýski íslenskufræðingurinn Claudia Andrea Werdecker lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna og hefur í tæp tvö ár séð um allt sem viðkemur Hríseyjarbúðinni auk þess sem hún er í þriggja manna stjórn verslunarinnar.

„Búðin er starf mitt og helsta áhugamál,“ segir Claudia sem var í fríi í Þýskalandi og Danmörku á dögunum, fór á skíði og notaði tækifærið og kynnti sér sambærilegan rekstur á dönsku eyjunni Lyö.

Um 100 manns búa í Hrísey í Eyjafirði, miðbæ Akureyrar, eins og sumir kalla eyjuna, sem er rómuð fyrir náttúrufegurð og fuglalíf. Fáir gestir eru þar á ferli á veturna en straumurinn eykst á sumrin og heimamenn stofnuðu félag um verslunina fyrir tæplega þremur árum. „Búðin er aðalsamkomustaðurinn í eyjunni og skiptir okkur eyjarskeggja miklu máli,“ segir Claudia. Hún bendir á að byggðaþróunarverkefnið „Brothættar byggðir“ hafi styrkt Hríseyjarbúðina talsvert undanfarið og er bjartsýn á framhaldið. Þjónustan skipti alla máli og rætt hafi verið um að bæta við kaffihúsi í sumar.

Sjá viðtal við Claudiu Andreu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »