Búrfellsstöð II verður gangsett næsta sumar

Unnið að stækkun Búrfellsvirkjunar sem gangsett verður í sumar.
Unnið að stækkun Búrfellsvirkjunar sem gangsett verður í sumar.

Áætlaður kostnaður við framkvæmdir á vegum Landsvirkjunar á árinu 2018 er í heild sinni um 8,6 milljarðar króna.

Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir að stærstu verkefnin séu vegna nýjustu virkjananna, Þeistareykjavirkjunar og stækkunar Búrfells. Seinni 45 MW vél Þeistareykjastöðvar mun fara í rekstur í vor og í framhaldi af því verður unnið að frágangi á svæðinu.

Áætlað er að gangsetja Búrfellsstöð II í sumar og verður einnig unnið að frágangi þar síðar á árinu. Uppsett afl Búrfellsstöðvar II verður 100 MW. Við hönnun og byggingu er gert ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. Á verkstað eru núna um 190 manns við vinnu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert