Ökumenn gæti varúðar á öskudegi

Ökumenn eru hvattir til að gæta sérstakrar varúðar í dag.
Ökumenn eru hvattir til að gæta sérstakrar varúðar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samgöngustofa beinir því til ökumanna að gæta sérstakrar varúðar á snjóþungum öskudegi.

„Mörg börn verða á ferð og flugi eftir hádegi að halda upp á daginn,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Foreldrum er bent á að stórir snjóruðningar á götum séu hættulegir staðir fyrir börn að leik.

„Einnig hefur borið hefur á því að börn séu að leik í ruðningum/sköflum sem hafa myndast við götur og gatnamót. Samgöngustofa bendir foreldrum og forsjáraðilum á að slíkir staðir eru hættulegir og eiga börnin að leika sér á öruggum leiksvæðum,“ segir í tilkynningunni.

„Foreldrar eru hvattir til að ræða við börn sín um hættuna sem getur fylgt því að gera snjóhús í snjóruðningum. Oft eru gamlir ruðningar færðir til eða mokað burtu.“

Bent er á að hægt er að fá endurskinsmerki hjá Samgöngustofu í Ármúla 2.

„Allir að taka tillit og fara varlega svo ekki verði slys á fólki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert