Öndunartækni hjálpar til við streitulosun

Lilja Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öndunar- og jógakennari, hefur komið víða …
Lilja Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öndunar- og jógakennari, hefur komið víða við. Hún hefur tekið þátt í hjálparstörfum í fjórum löndum og notað öndunartækni til þess að komast í gegnum erfiða lífsreynslu. mbl.is/Árni Sæberg

Lilja Steingrímsdóttir kynntist Art of Living-öndunartækninni þegar hún bjó í Sviss og stóð á erfiðum tímamótum í lífinu. Lilja hefur notað öndunartæknina við hjálparstörf á Haítí.

Öndunartæknin hjálpar Lilju að standa í lappirnar eins og hún orðar það og hún vill gjarnan kenna hana í fangelsum landsins. Hana dreymir líka um að koma öndunartækninni inn á sjúkrahús á Íslandi.

Lilja,  sem er hjúkrunarfræðingur og Art of Living-öndunar- og jógakennari, segir að heilsan sé á ábyrgð einstaklingsins „Heilsan er á mína ábyrgð og mér bæði líður betur og ég skila meira vinnuframlagi þegar ég er í betra jafnvægi,“ segir Lilja en hún hefur nýtt sér styrkjandi öndunartækni Art of Living til þess að draga úr streitu.

Sjá viðtal við Lilju Steingrimsdóttur í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert