Bílakjallari við Skógarveg hálffullur af vatni

Slökkviliðið var að störfum í bílakjallara við Skógarveg þegar ljósmyndara …
Slökkviliðið var að störfum í bílakjallara við Skógarveg þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði. mbl.is/Eggert

Mjög mikið annríki hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna vatnsleka. „Við erum með bíla í átta útköllum vegna vatnsleka og það bíður álíka fjöldi,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í samtali við mbl.is. Þegar sé slökkviliðið  búið að sinna um 30 útköllum vegna vatnsleka það sem af er morgni.

Bæði er um að ræða vatnsleka hjá íbúðarhúsum og fyrirtækjum og eru nokkur verkefnin töluvert umfangsmikil. Þannig var tilkynnt um bílakjallari á Skógarvegi sem er hálffullur af vatni og eins er skemma Tækniskólans úti í Skerjafirði umflotin af vatni.

Starfsmenn umhverfissviðs Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið önnum kafnir í morgun við að hreinsa frá niðurföllum. 

„Við erum á þeys­ingi um allt,“ seg­ir Ísak Möller rekstr­ar­stjóri í hverfa­stöðinni við Jafna­sel í Reykjavík við mbl.is í morgun. „Það sest mikið krap á rist­arn­ar. Við sinn­um engu öðru en þessu í augna­blik­inu og erum að reyna að koma í veg fyr­ir að tjón verði.“

Slökkviliðið að störfum við Skógarveg.
Slökkviliðið að störfum við Skógarveg. mbl.is/Eggert
Vatnsleki hefur orðið víða og mikill vatnselgur hefur orðið á …
Vatnsleki hefur orðið víða og mikill vatnselgur hefur orðið á sumum götum á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Harpa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert