Fótboltinn sækir fleiri fylgjendur

Knattspyrnusamband Íslands hyggst á næstunni fara í víking á samfélagsmiðlunum Facebook, Twitter og Instagram. „Við hyggjumst sækja umtalsvert fleiri fylgjendur á stóra markaði, ekki bara í Evrópu heldur meðal annars einnig í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ.

Vegna þessa verkefnis í Kína hefur sambandið ráðið kínverska skrifstofu í London. Ómar segir að markmiðið sé að gera Knattspyrnusambandið betur í stakk búið eftir úrslit heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar til þess að sækja samstarfsaðila í þessum löndum og þar með fjármagn.

„Samfélagsmiðlar eru orðnir svo stór hluti af því sem fyrirtæki vinna með að þegar fyrirtæki hafa samband við okkur og vilja ræða mögulegt samstarf, hvort sem það er bandarískt, kínverskt eða evrópskt, er undantekningarlaust spurt hvert fylgið sé á samfélagsmiðlum og til hversu margra þau geti náð með því að vera í samstarfi við okkur,“ segir Ómar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert