Lægðin „í beinni“

Enn ein lægðin mun heiðra okkur Íslendinga með nærveru sinni …
Enn ein lægðin mun heiðra okkur Íslendinga með nærveru sinni í dag. Skjáskot/Windy.com

Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Hér að neðan getur þú fylgst með lægðinni kröppu sem þessu veðri veldur „í beinni“. 

At­hugið að ekki er um raun­tíma­gögn að ræða.

Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun segir:

Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafnvel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi. 

Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert