Röskun þegar orðin á flugi

Morgunflugi Air Iceland Connect til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar hefur …
Morgunflugi Air Iceland Connect til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar hefur verið frestað. mbl.is/Árni Sæberg

Veðurhvellurinn sem ganga á yfir landið í dag hefur þegar raskað flugáætlun. Þannig hefur morgunflugi Air Iceland Connect til og frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum nú verið frestað. Vélarnar áttu að fara í loftið á tímabilinu milli sjö og níu í morgun, en næstu upplýsingar um flug verða veittar kl. 11.30.

Röskun verður einnig á millilandaflugi að því er fram kemur á vef Isavia, og hefur flugi þeirra véla sem fara áttu í loftið á tímabilinu frá hálfníu til ellefu verið frestað og er nú gert ráð fyrir að þær séu að fara í loftið á tímabilinu frá ellefu til hálftvö í dag.

Er flugfarþegum bent á að fylgjast vel með. Það er m.a. hægt að gera á vef Keflavíkurflugvallar. 

Veður­stof­an sendi í gær frá sér app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Norður­land vestra. Þá er bú­ist við því að hviður geti orðið allt að 40 m/​s á Reykja­nes­braut um klukk­an 8 og fram yfir klukk­an 10 á Kjal­ar­nesi og und­ir Hafn­ar­fjalli og á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að Reykja­nes­braut auk annarra vega verður lokuð fyrri hluta dags.

Gul viðvör­un er í gildi alls staðar ann­ars staðar á land­inu og er spáð er allt að 23-28 m/​s og snjó­komu og slæmu skyggni í efri byggðum og aust­ur frá Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert