Flóð við N1 í Skógarseli - myndband

Vatn flæðir upp á miðjar bensíndælur við N1 í Skógarseli. Vinnuvélar eru á svæðinu og verið er að reyna að fjarlægja ís frá niðurföllum. 

Silja Haraldsdóttir, íbúi í Breiðholti, tók meðfylgjandi myndband. Hún fór ásamt föður sínum í reglulegan ísbíltúr þeirra feðgina og brá heldur í brún þegar við þeim blasti flóð við bensínstöðina. 

Að sögn nær flóðið líklega um 150-200 metra eftir veginum og nær vatnið töluverðri hæð þar sem vegurinn liggur sem lægst. Um stund var vegurinn lokaður frá Breiðholtsbrautinni sökum þess að bifreið sat föst í flóðinu en þegar feðginin komu til baka úr ísbíltúrnum var búið að fjarlægja þá bifreið. 

Sumir hafa snúið við og ekki lagt í að keyra yfir flóðið en það er þó mögulegt ef varlega er farið. 

Flóð hefur myndast við N1 í Skógarseli.
Flóð hefur myndast við N1 í Skógarseli. Ljósmynd/Magnús Ásmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert