Samið verði við ESB um reglur um kjötinnflutning

Bændasamtök Íslands telja eðlilegast að stjórnvöld óski eftir viðræðum við Evrópusambandið um þá stöðu sem íslenskur landbúnaður er í vegna niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bann og takmarkanir á innflutningi kjöts og fleiri búvara til landsins stangist á við EES-samninginn.

„Staða okkar gerir einfaldlega kröfu um að látið verði reyna á hvort við getum haldið núgildandi löggjöf áfram í gildi með samningum þess efnis. Full rök standa til þess þó EFTA-dómstóllinn hafi því miður ekki tekið tillit til þeirra,“ segir í bréfi Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, til Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra þar sem hann lætur í ljós þá skoðun að eðlilegast væri að ræða beint við ESB um kjötinnflutninginn.

„Við erum að teikna upp þær leiðir sem við teljum vænlegar,“ segir Sindri í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Minnir hann á að menn hafi talið sig hafa vörn í EES-samningnum sem heimilar ríkjum að verja heilsu manna og dýra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert