Þýfi úr gagnaverum falið í Eyjum?

Talið er að gámarnir tveir sem komið hefur verið fyrir …
Talið er að gámarnir tveir sem komið hefur verið fyrir í Eyjum tengist innbroti í þrjú gagnver. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar tvo gáma sem hefur verið komið fyrir á Eiðinu í Vestmannaeyjum. Hugsanlegt er að gámarnir tengist þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Verðmæti þýf­is­ins eru tal­in nema rúm­um 200 millj­ón­um króna. Öflugir rafmagnskaplar liggja að gámunum.

Á vef Eyjafrétta kemur fram að lögreglan hafi handtekið tvo menn í nótt sem eru grunaðir um aðild að innbrotunum. Mennirnir eru af erlendum uppruna og bað annar þeirra um leyfi fyrir því að koma gámunum fyrir í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er búið er að koma upp öflugu gagnaveri í gámunum í þeim tilgangi að grafa eftir bitcoin.

Lögreglan í Vestmannaeyjum vildi ekki staðfesta í samtali við mbl.is að mennirnir hefðu verið handteknir en gámarnir eru til rannsóknar hjá lögreglunni.

Tveir ís­lensk­ir karl­menn sitja nú í gæslu­v­arðhaldi vegna rann­sókn­ar lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á innbrotunum. Gæsluvarðhald yfir mönnunum var framlengt síðastliðinn föstudag og rennur út á morgun, 2. mars.

Frétt mbl.is: Stálu 600 tölvum - tveir í haldi

Rann­sókn máls­ins er mjög um­fangs­mik­il og talið er að málið tengist skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Alls hafa níu manns verið hand­tekn­ir. Fjór­ir voru upp­haf­lega úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald og tveir eru enn í gæslu­v­arðhaldi, líkt og áður sagði.

Lögreglan hefur óskað eftir aðstoð al­menn­ings og hvet­ur alla sem hafa orðið var­ir við eitt­hvað grun­sam­legt að gera lög­reglu viðvart. Sér­stak­lega er leitað eft­ir upp­lýs­ing­um frá fyr­ir­tækj­um sem sjá um net­hýs­ingu, raf­verk­tök­um og leigu­söl­um hús­næðis eða gáma.

Frétt mbl.is: Leita til almennings vegna innbrots


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert