Aukaálag vegna nemenda með stuðningsúr­ræði

Prófin núna eru rafræn.
Prófin núna eru rafræn. mbl.is/Eyþór

Ég hef væntingar um að allir muni taka prófið í dag,“ segir Sverr­ir Óskars­son, sviðstjóri mats­sviðs hjá Mennta­mála­stofn­un, við mbl.is. Um þúsund nemendur eiga í erfiðleikum með að hefja sam­ræmt könn­un­ar­próf í ís­lensku en nem­end­ur í 9. bekk þreyta prófið í dag.

Sverrir segir að um 3000 af rúmlega 4000 nemendum séu að taka prófið en netþjónn kiknaði undan álaginu þegar allir reyndu að hefja prófið á sama tíma í morgun. 

„Ástæðan fyrir brasinu er að það eru allir að reyna á sama tíma. Nú eru 30-40% nemenda með stuðningsúrræði en þeir láta lesa spurningarnar fyrir sig. Hljóðið var svo þungt og það varð svo mikið aukaálag vegna þess og þess vegna fór þetta á hliðina,“ segir Sverrir.

Spurður hvort ekki hafi verið kannað hvort kerfið myndi þola álagið áður en prófið hófst segir Sverrir að prófið hafi verið tekið með sama sniði undanfarin þrjú ár án vandræða.

Við erum að vinna að lausnum og höldum að við séum búin að koma í veg fyrir vandamálið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert