Nóg að gera við sektir í Laugardalnum

Lögreglumenn við sektir í Laugardal í dag.
Lögreglumenn við sektir í Laugardal í dag. mbl.is/​Hari

„Ég held það sé ekki skortur á stæðum þarna. Núna erum við búin að sekta helling af bílum, en samt eru laus stæði t.d. fyrir framan Laugardalsvöllinn,“ segir Hannes Þór Guðmundsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mikið er um að vera í Laugardalnum þennan laugardaginn, en þar stendur yfir sýningin Verk og vit í Laugardalshöll, auk þess sem úrslitaleik ÍBV og Fram í Coca-Cola bikarnum lauk fyrir skömmu. Þeir gestir sem lögðu ólöglega fyrir utan Höllina í dag eiga ekki von á góðu, en þar kom ljósmyndari mbl.is auga á lögreglumenn við sektir. 

Hannes segir einnig nóg af lausum stæðum á Suðurlandsbraut og í hverfinu í kring. Hann telur vandamálið líklega vera að fólk nenni ekki að labba. „Eins og veðrið er núna hefur fólk enga afsökun.“ Þess ber að geta að sekt fyrir stöðubrot af þessu tagi er 10 þúsund krónur og því ansi dýrkeypt að fá sér ekki smá göngutúr í góða veðrinu.

„Það eru ennþá lögreglumenn að sekta þarna svo ég er ekki með endanlegan sektafjölda, en það er heill hellingur. Mér skilst á lögreglumönnum sem þarna eru að þeir hafi aldrei séð eins slæmt ástand á lagningum þarna og núna, og erum við nú ýmsu vanir úr Laugardalnum.“

Þessi á ekki von á góðu.
Þessi á ekki von á góðu. mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert