Laun íslenskra stjórnmálamanna ótrúlega há

Eiríkur Bergmann segir sigur byltingarafla skrifast á aðgerðir ríkisvaldsins.
Eiríkur Bergmann segir sigur byltingarafla skrifast á aðgerðir ríkisvaldsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ríkisvaldið aldrei hafa farið almennilega með verkalýðshreyfingunni inn í það vinnumarkaðsmódel sem átti að hafa til hliðsjónar, þar sem ríkið og verkalýðsfélögin áttu vinna með atvinnurekendum að því að hækka laun hinna lægst launuðu. Eiríkur var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þessi mál voru rædd.

Um er að ræða módel í anda norræna vinnumarkaðsmódelsins þar sem forsendan er sameinuð verkalýðshreyfing og sameinaðir atvinnurekendur.

Eiríkur segir þessar hugmyndir hafa dregið úr baráttugleði verkalýðshreyfingarinnar á síðustu árum, en það fólk sem nú sé komið fram, eins og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýr formaður Eflingar, telji þessa leið ekki vera að virka. „Það fólk sem hefur komið fram er að skora þessa hugmyndarfræði á hólm og telur að þetta sé ekki rétta leiðin fyrir íslenskt launafólk. Stéttarbaráttan ætti að vera miklu ákafari.“

Eiríkur segir að þrátt fyrir að mikið hagvaxtarskeið hafi átti sér stað á Íslandi frá árinu 1990, kaupmáttur fólks hafi aukist og fólk hafi það almennt miklu betra, hafi stórir hópar setið eftir.

„Einhverra hluta vegna hefur ríkisvaldið, hið opinbera í heild sinni, ekki hugað að því að lyfta almennilega upp þeim sem eru lægst launaðir. Þeir eru miklu lægra launaðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum, svo dæmi sé tekið. Svo held ég, þó að það sé erfitt að kenna um einhverju einu tilteknu og afmörkuðu atriði um, þá held ég að táknrænt séð hafi aðgerðir kjaradóms og stjórnvalda endanlega skemmt þetta ferli. Ég held að sigur þessara byltingarafla skrifist á þessar aðgerðir ríkisvaldsins hvað varðar eigin kjör. Íslenskir stjórnmálamenn eru með best launuðu stjórnmálamönnum í heimi, sem er alveg ótrúlegt miðað við 300 þúsund manna þjóðfélag. Þeir hafa hækkað feykilega mikið og umfram það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur.“

Eiríkur sagði svo nýlegar fréttir af því sem hann kallaði „sjálftöku stjórnmálamanna“ ekki hafa bætt úr skák.

„Svo koma nú fréttir af sjálftöku stjórnmálamanna á opinberu fé, misnota sér kerfin og svo framvegis, þetta er stöðugt í fréttum. Það er einhvers konar víxlverkun á milli kjaradóms, sem fær alla þá hækkun til sjálfs sín sem þau vilja inni í nefndinni, og svo hækka þau laun stjórnmálamanna. Þetta kann allt að vera málefnilegt en lítur alveg feykilega illa út. Ríkisvaldið, það fór aldrei almennilega með verkalýðshreyfingunni inn í þetta vinnumarkaðsmódel.“

mbl.is

Innlent »

Slasaður skíðamaður á Heljardalsheiði

17:46 Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út um kl. 16 í dag vegna slasaðs skíðamanns á Heljardalsheiði. Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum fóru á vettvang á vélsleða. Meira »

Þrír fluttir með þyrlu á slysadeild

17:10 Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss sem varð við Strýtur sunnan við Hveravelli þegar jeppi fór fram af hengju. Meira »

Lilja oddvitaefni B-lista

16:49 Lilja Einarsdóttir er oddvitaefni B-lista framsóknarmanna og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinu Hvoli í dag. Meira »

Þyrla kölluð til vegna fjórhjólaslyss

16:20 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna fjórhjólaslyss á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum var fyrst á vettvang og óskaði eftir aðstoð þyrlunnar. Slysið varð á vegi sem liggur frá Suðurstrandavegi að Djúpavatni. Meira »

Fullt úr úr dyrum á #metoo-fundi

15:52 Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu á #metoo-fund sem Landssamband sjálfstæðiskvenna stóð fyrir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Hnúfubak rak á land í Héðinsfirði

15:35 Fullvaxinn hnúfubakur hefur legið dauður í nokkurn tíma í fjöru í Héðinsfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Ægissyni, fréttaritara mbl.is og Morgunblaðsins á Siglufirði, var hvalsins fyrst vart 9. mars en sennilega er töluvert lengra síðan hvalinn rak á land. Meira »

Gengu í það heilaga á Hlemmi

14:46 Hlemmur mathöll hefur vakið lukku meðal landsmanna sem og ferðamanna sem hafa lagt leið sína þangað frá því að höllin opnaði síðasta sumar. En það er óhætt að fullyrða að fáir hafi heillast jafn mikið af Hlemmi og bandaríska parið Jennifer og Eric Stover, sem eru stödd hér á landi í fríi. Meira »

Saksóknari fékk ekki fíkniefnaskýrslu

15:31 Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki kynnt embætti ríkissaksóknara skýrslu heilbrigðisráðherra um mótun og stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkefnum vímuefnaneyslu frá árinu 2016. Meira »

Mótmæla þögn íslenskra stjórnvalda

14:01 Fjöldi fólks kom saman við Hallgrímskirkju í hádeginu í dag til að styðja íbúa Afrín-héraðs í Sýrlandi. Einnig þrýsta mótmælendur á íslensk stjórnvöld að fordæma innrás Tyrklandshers inn í héraðið. Meira »

Klappað fyrir Sigríði Andersen

13:45 Fyrirspyrjandi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins kaus að ljúka máli sínu í fyrirspurnartíma í morgun, þar sem sjálfstæðismenn gátu lagt fram munnlegar fyrirspurnir fyrir forystumenn flokksins, á því að þakka Sigríði Andersen dómsmálaráðherra fyrir störf hennar. Meira »

Þarf að greiða banka 7 milljónir

13:32 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem Sævari Jónssyni, kaupmanni og fyrrverandi fyrirliða landsliðsins í knattspyrnu, var gert að greiða Pillar Securitsation, banka í Lúxemborg, sjö milljónir króna vegna íbúðarhúss í Flórída. Meira »

Þörf á nokkurra ára aðlögunartíma

12:10 Töluverð vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu til þess að bregðast við dómi EFTA-dómstólsins í nóvember á síðasta ári þar sem innflutningstakmarkanir Íslands á fersku kjöti frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) voru dæmdar ólögmætar. Meira »

LSS hlynnt að ríkið reki sjúkrabíla

11:59 Yfirtaka hins opinbera á rekstri sjúkrabíla frá Rauða krossinum er mikilvægur áfangi í að einfalda kerfið að mati Stefáns Pálssonar, formanns Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Rauði krossinn á Íslandi hefur átt og rekið sjúkrabíla í 90 ár en samningar um áframhaldandi rekstur hafa verið lausir frá 2015. Meira »

Hrókurinn sýnir listaverk frá Grænlandi

11:12 Í dag á milli kl. 14 og 16 er opið hús hjá Skákfélaginu Hróknum, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Sýndar verða ljósmyndir, teikningar og listaverk frá síðustu ferð Hróksins til Kulusuk, fyrr í mánuðinum. Meira »

Stöðvuð með fíkniefni í leggöngunum

09:56 Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar mál sem upp kom þegar eldri hjón komu til landsins með fíkniefni innvortis í síðustu viku. Meira »

Nefndin og LÍ alls ekki sammála

11:57 Enn sem komið er er afskaplega lítið að frétta af kjarasamningum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins, að sögn Áslaugar Írisar Valsdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Meira »

Í tjaldi með leðurblökum og pöddum

10:03 Í rúman áratug hefur Solveig Sveinbjörnsdóttir verið á flakki um heiminn við hjálparstörf en hún hefur búið í Srí Lanka, Sýrlandi, Eþíópíu, Filippseyjum, Gana, Fiji og í Súdan þar sem hún bjó í heilt ár í tjaldi ásamt froskum, lirfum, leðurblökum og fljúgandi kakkalökkum. Meira »

Víða hægt að skíða fyrir norðan og austan

09:42 Víða er hægt að skíða á Norður- og Austurlandi í dag. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið frá klukkan 10 til 16. Þar er logn og 3 stiga hiti. Á skíðasvæðinu í Stafdal verður opið frá klukkan 11 til 16 og eru aðstæður góðar samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki á svæðinu. Meira »
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
KTM 1090 R verð: 2.549.000,-
Litli bróðir 1290 R ! 125 hp. aðeins 207 kg. Léttleiki og snerpa á þjóðvegi eða ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...