Laun íslenskra stjórnmálamanna ótrúlega há

Eiríkur Bergmann segir sigur byltingarafla skrifast á aðgerðir ríkisvaldsins.
Eiríkur Bergmann segir sigur byltingarafla skrifast á aðgerðir ríkisvaldsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ríkisvaldið aldrei hafa farið almennilega með verkalýðshreyfingunni inn í það vinnumarkaðsmódel sem átti að hafa til hliðsjónar, þar sem ríkið og verkalýðsfélögin áttu vinna með atvinnurekendum að því að hækka laun hinna lægst launuðu. Eiríkur var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þessi mál voru rædd.

Um er að ræða módel í anda norræna vinnumarkaðsmódelsins þar sem forsendan er sameinuð verkalýðshreyfing og sameinaðir atvinnurekendur.

Eiríkur segir þessar hugmyndir hafa dregið úr baráttugleði verkalýðshreyfingarinnar á síðustu árum, en það fólk sem nú sé komið fram, eins og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýr formaður Eflingar, telji þessa leið ekki vera að virka. „Það fólk sem hefur komið fram er að skora þessa hugmyndarfræði á hólm og telur að þetta sé ekki rétta leiðin fyrir íslenskt launafólk. Stéttarbaráttan ætti að vera miklu ákafari.“

Eiríkur segir að þrátt fyrir að mikið hagvaxtarskeið hafi átti sér stað á Íslandi frá árinu 1990, kaupmáttur fólks hafi aukist og fólk hafi það almennt miklu betra, hafi stórir hópar setið eftir.

„Einhverra hluta vegna hefur ríkisvaldið, hið opinbera í heild sinni, ekki hugað að því að lyfta almennilega upp þeim sem eru lægst launaðir. Þeir eru miklu lægra launaðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum, svo dæmi sé tekið. Svo held ég, þó að það sé erfitt að kenna um einhverju einu tilteknu og afmörkuðu atriði um, þá held ég að táknrænt séð hafi aðgerðir kjaradóms og stjórnvalda endanlega skemmt þetta ferli. Ég held að sigur þessara byltingarafla skrifist á þessar aðgerðir ríkisvaldsins hvað varðar eigin kjör. Íslenskir stjórnmálamenn eru með best launuðu stjórnmálamönnum í heimi, sem er alveg ótrúlegt miðað við 300 þúsund manna þjóðfélag. Þeir hafa hækkað feykilega mikið og umfram það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur.“

Eiríkur sagði svo nýlegar fréttir af því sem hann kallaði „sjálftöku stjórnmálamanna“ ekki hafa bætt úr skák.

„Svo koma nú fréttir af sjálftöku stjórnmálamanna á opinberu fé, misnota sér kerfin og svo framvegis, þetta er stöðugt í fréttum. Það er einhvers konar víxlverkun á milli kjaradóms, sem fær alla þá hækkun til sjálfs sín sem þau vilja inni í nefndinni, og svo hækka þau laun stjórnmálamanna. Þetta kann allt að vera málefnilegt en lítur alveg feykilega illa út. Ríkisvaldið, það fór aldrei almennilega með verkalýðshreyfingunni inn í þetta vinnumarkaðsmódel.“

mbl.is

Innlent »

Milljón fylgir Rúrik á Instagram

21:43 Rúrik Gíslason landsliðsmaður í knattspyrnu er kominn með milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Þessum áfanga náði Rúrik í kvöld, en þegar HM í Rússlandi byrjaði var knattspyrnukappinn einungis með um 30 þúsund fylgjendur. Meira »

Hugsuðu til hákarla á leiðinni

20:40 Þau Lilja Magnúsdóttir, Einar B. Árnason og Kristín Steinunnardóttir tóku í dag þátt í sundi frá fangelsiseyjunni Alcatraz og að landi í San Fransisco í Bandaríkjunum. Öll luku þau við sundið og fóru um 2,4 kílómetra í fjórtán gráðu heitum sjó á um það bil klukkustund. Meira »

Taka fréttum mjög alvarlega

20:25 Starfsfólk tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á að fá alla hátíðargesti til að sýna skilríki til að sanna aldur sinn. Hafa tilmæli um þetta verið ítrekuð, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá aðstandendum hátíðarinnar. Meira »

Bakkabræður í hverju horni

19:19 Á Dalvík er að finna hið séríslenska kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi. Boðið er upp á dásamlega fiskisúpu og heimabakaðar tertur og eftir matinn er tilvalið að skoða gersemar hússins, sem allar tengjast þeim bræðrum úr Svarfaðardalnum. Meira »

Leikið í anda vináttu og ástar

17:25 „Fótbolti er vinátta,“ segir Håkan Juholt sendiherra Svía hér á landi í samtali við mbl.is. Sendiráð Svíþjóðar og Þýskalands mættust í knattspyrnuleik í Hljómskálagarðinum í dag í tilefni af því að þjóðirnar takast á í heimsmeistarakeppninni í Rússlandi í kvöld. Meira »

Grunur um ölvunarakstur í Kömbunum

17:12 Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um umferðarslys í Kömbunum rétt eftir hádegi í dag. Enginn slasaðist í árekstrinum en ökumaður annars bílsins er grunaður um ölvunarakstur og er í fangageymslu lögreglu. Meira »

Slá þrjár flugur í einu höggi

17:07 Þau Þorbjörg Sandra Bakke og Fannar Ásgrímsson halda þrefalda veislu í dag. Tilefnin eru öll af stærri gerðinni en bæði Þorbjörg og Fannar útskrifast úr Háskóla Íslands í dag en verða ekki viðstödd útskriftarathöfnina þar sem þau ætla einnig að ganga í það heilaga í dag. Meira »

Dæmt til að greiða 58 milljónir

16:26 Þrotabú Pressunnar hefur verið dæmt til að greiða Útverði tæpar 58 milljónir króna vegna kaupa á DV ehf. fyrir fjórum árum. Seljendur DV veittu Pressunni lán fyrir kaupum á félaginu en tókst ekki að fá skuldina greidda þrátt fyrir tilraunir til innheimtu. Meira »

Flugvélin var ofhlaðin

15:39 Flugvél, sem fljúga átti frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar en brotlenti innarlega í Barkárdal 9. ágúst 2015, með þeim afleiðingum að einn lést og annar slasaðist alvarlega, var ofhlaðin. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem gefið hefur út skýrslu um slysið. Meira »

Líkfundur í Ölfusá

13:12 Lík karlmanns sem leitað hefur verið í Ölfusá frá 20. maí fannst fyrir landi Arnarbælis í Ölfusi í morgun.   Meira »

Sótti mann sem féll af hestbaki

11:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á Snæfellsnes fyrr í dag vegna karlmanns sem slasaðist við fall af hestbaki. Vegna alvarleika áverka mannsins var talið öruggara að kalla út þyrluna en að flytja hann með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Rigning, skúrir og væta

11:40 Rigning eða skúrir. Dálitlar skúrir. Rigning. Rigning. Væta. Þetta eru nokkur af þeim orðum sem Veðurstofan notar í textaspám sínum til að lýsa veðrinu á landinu næstu daga. Þá er líka von á hvassviðri. Meira »

Styðja þarf betur við íslenska námsmenn

11:23 Háskólarektor benti á ræðu sinni í dag að íslenskir háskólanemar vinni meira en samnemendur þeirra í Evrópu. „Þeir virðast líka leggja harðar að sér í náminu. Þá eru þeir almennt eldri, eiga fleiri börn og eru líklegri til að vera í sambúð.“ Meira »

Leita verðmæta í skipsflaki

09:46 Varðskipið Þór og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker sem kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. Skipið mun næstu daga leita að verðmætum í flaki þýska skipsins SS Minden Meira »

Ásmundur Friðriks á sjó í viku

09:37 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt á sjó í hádeginu í gær en hann mun starfa í viku sem kokkur.  Meira »

Linda sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit

09:23 Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Linda sinnti áður starfi skrifstofustjóra sveitarfélagsins. Meira »

Um 2.000 kandídatar útskrifast frá HÍ

09:14 Háskóli Íslands brautskráir nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag í Laugardalshöll og líkt og undanfarin ár verða brautskráningarathafnirnar tvær. Meira »

Sveinspróf ekki talið sambærilegt stúdentsprófi

08:57 Sveinn Rúnar Gunnarsson, sem hefur starfað sem héraðslögreglumaður í fjögur ár og verið fastráðinn lögreglumaður síðan í vor hjá lögreglunni á Sauðárkróki, fékk nýverið synjun þegar hann sótti um að komast í lögreglunámið hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Meira »

Víðförull hnúfubakur sýnir sig

08:18 Hnúfubakur sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey í Eyjafirði þann 10. nóvember 2014 og var 110 dögum síðar staddur í Karíbahafi, er nú aftur kominn á sumarstöðvarnar hér við land, var í fyrradag í miklu æti suður af Hauganesi ásamt nokkrum öðrum. Meira »