Laun íslenskra stjórnmálamanna ótrúlega há

Eiríkur Bergmann segir sigur byltingarafla skrifast á aðgerðir ríkisvaldsins.
Eiríkur Bergmann segir sigur byltingarafla skrifast á aðgerðir ríkisvaldsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ríkisvaldið aldrei hafa farið almennilega með verkalýðshreyfingunni inn í það vinnumarkaðsmódel sem átti að hafa til hliðsjónar, þar sem ríkið og verkalýðsfélögin áttu vinna með atvinnurekendum að því að hækka laun hinna lægst launuðu. Eiríkur var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þessi mál voru rædd.

Um er að ræða módel í anda norræna vinnumarkaðsmódelsins þar sem forsendan er sameinuð verkalýðshreyfing og sameinaðir atvinnurekendur.

Eiríkur segir þessar hugmyndir hafa dregið úr baráttugleði verkalýðshreyfingarinnar á síðustu árum, en það fólk sem nú sé komið fram, eins og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýr formaður Eflingar, telji þessa leið ekki vera að virka. „Það fólk sem hefur komið fram er að skora þessa hugmyndarfræði á hólm og telur að þetta sé ekki rétta leiðin fyrir íslenskt launafólk. Stéttarbaráttan ætti að vera miklu ákafari.“

Eiríkur segir að þrátt fyrir að mikið hagvaxtarskeið hafi átti sér stað á Íslandi frá árinu 1990, kaupmáttur fólks hafi aukist og fólk hafi það almennt miklu betra, hafi stórir hópar setið eftir.

„Einhverra hluta vegna hefur ríkisvaldið, hið opinbera í heild sinni, ekki hugað að því að lyfta almennilega upp þeim sem eru lægst launaðir. Þeir eru miklu lægra launaðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum, svo dæmi sé tekið. Svo held ég, þó að það sé erfitt að kenna um einhverju einu tilteknu og afmörkuðu atriði um, þá held ég að táknrænt séð hafi aðgerðir kjaradóms og stjórnvalda endanlega skemmt þetta ferli. Ég held að sigur þessara byltingarafla skrifist á þessar aðgerðir ríkisvaldsins hvað varðar eigin kjör. Íslenskir stjórnmálamenn eru með best launuðu stjórnmálamönnum í heimi, sem er alveg ótrúlegt miðað við 300 þúsund manna þjóðfélag. Þeir hafa hækkað feykilega mikið og umfram það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur.“

Eiríkur sagði svo nýlegar fréttir af því sem hann kallaði „sjálftöku stjórnmálamanna“ ekki hafa bætt úr skák.

„Svo koma nú fréttir af sjálftöku stjórnmálamanna á opinberu fé, misnota sér kerfin og svo framvegis, þetta er stöðugt í fréttum. Það er einhvers konar víxlverkun á milli kjaradóms, sem fær alla þá hækkun til sjálfs sín sem þau vilja inni í nefndinni, og svo hækka þau laun stjórnmálamanna. Þetta kann allt að vera málefnilegt en lítur alveg feykilega illa út. Ríkisvaldið, það fór aldrei almennilega með verkalýðshreyfingunni inn í þetta vinnumarkaðsmódel.“

mbl.is

Innlent »

Landsliðstreyja Ed ekki hluti af samningi

Í gær, 23:45 Ísleifur B. Þórhallsson, eða Ísi hjá Sena LIVE, fór yfir stórfrétt dagsins um að einn vinsælasti tónlistarmaður samtímans, Ed Sheeran, haldi tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar. Meira »

Samið við risann í bransanum

Í gær, 23:40 Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora-verslununum, en það eru íslensku BioEffect-vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Meira »

Valdið ekki hjá borginni

Í gær, 22:08 Hvorki borgarstjóri né fulltrúar hans hafa haft samband við utanríkisráðuneytið vegna flugs utanríkisráðherra og þingmanna frá Reykjavíkurflugvelli um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í gær. Segir í svörum utanríkisráðuneytisins að borgin hafi ekki valdheimildir í þessum efnum. Meira »

Tveir aldnir á afréttinum

Í gær, 21:35 Olgeir Engilbertsson í Nefsholti er 82 ára og trússar fyrir gangnamenn á Weapon-jeppanum sínum sem er 65 ára. Segja má það þeir séu nánast orðnir hluti af landslaginu á Landmannaafrétti. Meira »

Dagbækur Ólafs varpa ljósi á Icesave

Í gær, 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að dagbækur og minnisbækur sem hann hélt í forsetatíð sinni, og hefur nú afhent Þjóðskjalasafni, muni meðal annars varpa ljósi á það af hverju hann tók ákvörðun um að synja Icesave-frumvarpinu staðfestingar á sínum tíma. Meira »

Hafa fengið ábendingar frá starfsmönnum OR

Í gær, 20:34 Borgarfulltrúar hafa fengið fjölda ábendinga frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur eftir að framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar var rekinn fyrir ósæmilega hegðun, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Vöxtur hjólreiða kom aftan að fólki

Í gær, 20:00 Árið 2002 var aðeins notast við reiðhjól í 0,8% af ferðum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2012 var hlutfallið komið upp í 4% og í fyrra var það um 7%. Á næstu 10 árum er líklegt að þetta hlutfall geti farið upp í 15% ef vel er haldið á spöðunum varðandi innviðauppbyggingu fyrir hjólandi umferð. Meira »

Fylgifiskur þess að vera í NATO

Í gær, 19:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heræfingu hér við land fylgja því að vera í NATO og einu gildi hvernig henni líði með það. Þetta kom fram í samtali Katrínar við RÚV í kvöld, en þingmenn VG hafa mótmælt heræfingunni. Meira »

Minnismerki um fyrstu vesturfarana

Í gær, 19:40 Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að veita styrk til að koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana.  Meira »

Fjölga smáhýsum og félagslegum leiguíbúðum

Í gær, 18:45 Borgarráð hefur samþykkt að auka stuðning við Félagsbústaði ehf. vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði og fjölga til muna smáhýsum fyrir utangarðsfólk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Vildi ekki greiðslu frá hetju Vals

Í gær, 18:40 Eusébio da Silva Ferreira var útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1965, var markakóngur á HM í fótbolta 1966 og fékk gullskóinn 1968 fyrir að vera markakóngur Evrópu. Hann náði samt ekki að skora á móti Val í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvelli fyrir um 50 árum. Meira »

Óvæntur gestur í laxateljara

Í gær, 18:10 Laxateljarar á vegum Hafrannsóknastofnunar eru í alla vega 14 ám víða um land og þar af eru myndavélateljarar í níu ám. Þeir taka upp myndband af löxum þegar þeir fara í gegnum teljara til að bæta greiningu, meðal annars hvort um sé að ræða merkta eða ómerkta fiska og hvort eitthvað sé um eldislax. Meira »

Undirrituðu samning um Heimilisfrið

Í gær, 17:53 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Andrés Proppé Ragnarsson, sérfræðingur undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning velferðarráðuneytisins og verkefnisins Heimilisfriðs. Meira »

Fá ekki að rifta kaupum vegna myglu

Í gær, 17:40 Hæstiréttur staðfesti í dag þann dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í febrúar á síðasta ári að kaupsamningi um fasteign í Garðabæ verði ekki rift vegna galla og að kaupendum beri að greiða seljanda eftirstöðvar af kaupverði eignarinnar. Meira »

Ný slökkvistöð: stóri, ljóti, grái kassinn

Í gær, 17:27 „Allir vilja hafa okkur en enginn kannast við okkur,“ segir Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri í löngum pistli á Facebook-síðu Slökkviliðs Vestmannaeyja um staðsetningu nýrrar slökkviliðsstöðvar, sem virðist vera umdeild í Eyjum. Meira »

Féll af þaki Byko og lést

Í gær, 17:06 Karlmaður á fimmtugsaldri féll af þaki verslunarinnar Byko við Skemmuveg í Kópavogi 13. ágúst er hann var þar að störfum og lést af sárum sínum um tveimur vikum síðar. Meira »

Eltur af manni í Armani-bol

Í gær, 16:47 Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manni sem grunaður er um að hafa verið einn þeirra sem stórslösuðu dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti í lok ágúst er atburðarásinni þetta kvöld lýst frá sjónarhorni vitna. Einn situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Meira »

Kaupum á 2,34 frestað

Í gær, 16:27 Menningarráð Dalvíkurbyggðar hefur lagt til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 eftir Guðlaug Arason (Garason) verði frestað þar til stefna liggur fyrir hjá Dalvíkurbyggð um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka. Meira »

Fyrrverandi starfsmaður fær 3 mánaða laun

Í gær, 16:13 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember á síðasta ári, um að vinnuveitandi skuli greiða fyrrverandi starfsmanni þriggja mánaða laun auk orlofs þar sem ósannað þykir að ráðningarsambandi hafi verið slitið þegar starfsmaðurinn varð óvinnufær vegna veikinda á meðgöngu. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...