Opnað fyrir umferð að nýju

Langar bílalestir eru á Suðurlandsvegi vegna slyssins.
Langar bílalestir eru á Suðurlandsvegi vegna slyssins. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Opnað hefur verið fyrir umferð um Suðurlandsveg og sér lögreglan um að stýra henni til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

All­ir þeir sem voru í bíl­un­um tveim­ur sem lentu í árekstri skammt fyr­ir aust­an Kirkju­bæj­arklaust­urs síðdeg­is voru flutt­ir af slysstað með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Land­spít­al­ann. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu al­var­lega þeir eru slasaðir en þeir voru all­ir með meðvit­und á slysstað. Þyrlan lenti með þá við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 19. 

Til­kynnt var um árekst­ur­inn til lög­regl­unn­ar á Suður­landi klukk­an 16:10 og var strax ákveðið að senda tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar á slysstað. Önnur þyrl­an var síðan aft­ur­kölluð skömmu síðar þar sem ljóst var að hægt væri að flytja þá slösuðu með einni þyrlu á sjúkra­hús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert