Fundað vegna samræmdra prófa

Fundur vegna samræmdu prófa.
Fundur vegna samræmdu prófa. mbl.is/Eggert

Fundur allsherjar- og menntamálanefndar með forstöðumanni Menntamálastofnunnar, starfsmönnum menntamálaráðuneytisins og menntamálaráðherra er hafinn. Tilefni fundarins er klúður í framkvæmd samræmda prófa í 9. bekk í síðustu viku.

Fresta varð ís­lensku­prófi á miðviku­dag­inn vegna tækni­legra örðug­leika og það sama var uppi á ten­ingn­um í ensku­próf­inu sem átti að leggja fyr­ir á föstudag.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tækn­in bregst á sam­ræmdu prófi. Fyr­ir tveim árum, þegar sam­ræmda prófið var í fyrsta sinn þreytt í tölvu, var ekki hægt að nota sér­ís­lenska stafi í rit­un­arþætti ís­lensku­prófs­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert