Hvað varð um rúðóttu handavinnupokana?

Nöfnurnar Sigrún L. Baldvinsdóttir, t.v., og Sigrún Guðmundsdóttir, sem átti …
Nöfnurnar Sigrún L. Baldvinsdóttir, t.v., og Sigrún Guðmundsdóttir, sem átti hugmyndina að verkefninu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Til að stuðla að jafnrétti þarf að þekkja söguna og vita hvernig hlutirnir voru áður,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir, sem ásamt nöfnu sinni, Sigrúnu L. Baldvinsdóttur, hefur haft veg og vanda af verkefninu Söfnun skólahandavinnu í textíl, sem fékk styrk úr Jafnréttissjóði Íslands í fyrra. Markmiðið er að varðveita þann hluta skóla- og menningarsögunnar sem lýtur að handavinnukennslu í áranna rás.

Sú var tíðin að flestar níu ára stelpur hér á landi prjónuðu utan um herðatré og saumuðu handavinnupoka úr rúðóttu efni, sem þær skreyttu með útsaumi. Þessar hannyrðir voru ásamt öðrum skyldustykki stúlkna í handavinnunámi í barnaskólum landsins í rúma fjóra áratugi, allt frá árinu 1936.
Aðeins tíu ára gamlar hekluðu þær – sem og kynslóðir kvenna sem á eftir komu, blúndu úr örfínum þræði og saumuðu hana á koddaver sem þær voru búnar að sauma og skreyta með útsaumi. Í ellefu ára bekk voru skylduverkin svunta og matreiðslukappi í stíl. Og raunar saumuðu, prjónuðu og hekluðu þær ýmislegt fleira, mismikil þarfaþing, allt þar til Aðalnámskrá grunnskóla kom út árið 1977 og kvað á um róttækar breytingar. Í takt við nýja tíma.

„Kröfur um verktækni samkvæmt eldri námskrám höfðu miðað að því að þjálfa stúlkur í öllum almennum atriðum handavinnu þannig að þær yrðu sjálfbjarga og gætu sinnt heimili.“

Sjá við tal við Sigrúnu Guðmundsdóttur í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert