Erum á réttri leið en ekki komin á leiðarenda

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á ráðstefnunni.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á ráðstefnunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum á réttri leið en erum enn ekki komin á leiðarenda,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um einelti á námstefnu um Vináttu sem Barnaheill hélt í dag. Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti í leik- og grunnskólum og byggist á nýrri og byltingarkenndri sýn á einelti og eðli þess.

Guðni sagði brýnt að veita þeim börnum og ungmennum sem hafa lent í einelti von. Hann benti á að því miður viðgengst einelti ennþá þrátt fyrir þá vitneskju í dag að það getur brotið niður. Einelti hefur jafnvel aukist ef eitthvað er því það tekur á sig nýjar myndir til dæmis á samfélagsmiðlum. 

Hann sagðist jafnframt binda vonir við að í framtíðinni væri einungis hægt að lesa um einelti í bókmenntum frá síðustu öld. Í upphafi las hann upp úr endurminningum konu og karls frá síðustu öld.    

Guðni Th. er verndari Vináttu.   

Barnaheill - save the children. Námstefna um Vináttu á Grand …
Barnaheill - save the children. Námstefna um Vináttu á Grand hótel í Reykjavík. Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti í leik og grunnskólum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert