Hársbreidd frá því að fjúka út af

Rútan ekur á undan jeppa, skömmu fyrir atvikið.
Rútan ekur á undan jeppa, skömmu fyrir atvikið. Mynd/Skjáskot

Lítil rúta full af ferðamönnum var hársbreidd því að fjúka út af þjóðveginum við bæinn Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum í morgun eins og sjá má á myndbandi sem vegfarandi tók af atvikinu.

Um fjörutíu metrar á sekúndu voru í hviðunum á svæðinu. Veðurstofan gaf út gula viðvörun vegna roksins þar sem fram kom að búast mætti við snörpum vindhviðum í Öræfum, Mýrdal og undir Eyjafjöllum fram eftir degi. 

„Hann átti bara eftir að fara út af, það var ekkert annað eftir,“ segir Gunnlaugur Helgason um bílinn. 

Skilur ekkert í íslenskum rútufyrirtækjum

Gunnlaugur, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi, var farþegi í litlum sendiferðabíl þegar hann náði atvikinu á símann sinn um ellefuleytið í morgun. 

Hann kveðst ekkert skilja í íslenskum rútufyrirtækjum því þeir hafi mætt mörgum rútum af mismunandi stærðum á leiðinni í hvassviðrinu. 

Hann bætir við að ökumaður litlu rútunnar sem var nærri fokin út af hafi stoppað við afleggjara skömmu eftir atvikið. „Ég veit ekkert hvort hann hefur verið að ná niður hjartslættinum eða að hringja í ferðaskrifstofuna sína, ég veit ekkert um það.“

Í síðasta mánuði birti Gunnlaugur annað myndband sem vakti mikla athygli. Þar hafði ökumaður misst bíl sinn upp úr hjólförunum og lenti á öfugum vegarhelmingi. Stefndi hann beint á bíl Gunnlaugs, sem náði að sveigja frá á síðustu stundu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert