Heimabruggun ekki sú sama og áður

Ljósmynd/Bruggverksmiðjan Kaldi

„Bjórmenning og áhugi á Íslandi hefur tekið miklum breytingum síðasta áratug og áhuginn á bruggunarferlinu sjálfu fer einnig vaxandi. Úrvalið á mismunandi tegundum af bjór hefur aldrei verið meira og það sama gildir um eftirspurnina eftir fjölbreytileika.“

Þetta kemur fram í umsögn Bruggverksmiðjunnar Kalda um frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um afnám banns við heimabruggun til einkaneyslu. Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri segir í umsögninni, sem er sú eina sem borist hefur til þessa um frumvarpið, að fyrirtækið sé hlynnt markmiði þess.

„Við erum hlynnt því að bann við heimabruggun verði aflétt, þar sem að heimabruggun er ekki sú sama og hún var áður þegar heimabrugg snérist að stórum hluta að því að brugga sterkt vín, og þá áhrifanna vegna frekar en sem áhugi á tilraunastarfsemi. Við teljum að stór hluti þeirra sem myndu brugga í heimahúsum geri það vegna áhuga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert