Ráðherra áhugasamur um að malbika skriðurnar

Óttar Már Kárason, Eyþór Stefánsson og Steinunn Káradóttir með Sigurði ...
Óttar Már Kárason, Eyþór Stefánsson og Steinunn Káradóttir með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra. Ljósmynd/Aðsend

Forsvarsmenn bættra vegasamgangna til Borgarfjarðar Eystra funduðu í dag með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. „Þetta var bara létt spjall,“ segir Eyþór Stef­áns­son sem ásamt Steinunni Káradóttur stóð fyrir því heimamenn steyptu í síðasta mánuði þriggja metra langan kafla af Njarðvíkurskriðum.

Borg­f­irðing­ar eru orðnir langþreytt­ir á óviðun­andi ástandi í vega­mál­um, en á undirskriftalista fyrir bættum vegasamgöngum segir að Borgarfjarðarvegur nr. 94 sé Íslandi öllu til skammar. Af 70 km leið milli Borgarfjarðar og Egilsstaða séu 28 km af handónýtum malarvegi.

„Það kom svo sem ekkert mikið nýtt fram, en ráðherra sagði að hann hefði fullan hug á að grípa til einhverra ráðstafanna og láta þetta gerast,“ segir Eyþór. Auk þeirra Steinunnar sat Óttar Már Kárason einnig fundinn.

Borgfirðingar við steypuvinnuna.
Borgfirðingar við steypuvinnuna. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Leyfa sér hóflega bjartsýni

Segir Eyþór að Sigurður Ingi hafi lýsti yfir einlægum áhuga á að farið yrði í vegaframkvæmdir í Njarðvíkurskriðum samhliða lagningu sveit­ar­stjórnar Borg­ar­fjarðar á þriggja fasa rafmagni og ljósleiðara til Njarðvík­ur í sum­ar. „Þannig að sú vinna verði nýtt,“ segir hann.

Það vakti mikla athygli fjölmiðla er heimamenn steyptu sjálfir vegakafla í Njarðvíkurskriðum og segir Eyþór athyglina hafa verið margfalt meiri en þau áttu von á. „Síðan hafa heimamenn líka tekið svo vel í þetta,“ segir hann en þremenningarnir afhentu Sigurði Inga lista með 2.462 rafrænum undirskriftum. „Svo vorum við með annan lista sem á voru bara þeir heimamenn sem ekki eru jafn tæknivæddir, en sem vildu samt leggja sitt af mörkum.“

Spurður hvort að þau séu bjartsýn eftir fundinn á að eitthvað farið að gerast í vegamálum segir hann þau leyfa sér hóflega bjartsýni. „Við erum búin að læra af biturri reynslu að vera ekki of vongóð, en það hefur oft verið verra hljóð í okkur. Þess utan er sá vegakafli sem ráðherra er nú að lýsa yfir áhuga á að taka 3,2 km. Það eru hins vegar 28 km sem eru ómalbikaðir, þannig að björninn er ekkert unnin þó að af þessu verði,“ segir Eyþór.

Þau muni þó taka því rólega á næstunni og sjá hvað gerist, áður en þau reyni að vekja athygli á ástandi vegarins á ný. Ýmsar hugmyndir hafi þó komið upp um hvað megi gera. „Kannski að við höldum tónleika á Vatnsskarðinu og svo hefur verið rætt um að bjóða samgöngunefnd í heimsókn,“ segir hann. Þess sé þó mögulega ekki þörf lengur, nú þegar að búið er að ræða við ráðherra.

mbl.is

Innlent »

Vandinn leysist ekki í bráð

16:20 Læknaráð Landspítalans segir að því miður séu engin teikn á lofti um að vandi bráðamóttökunnar leysist í bráð. Hinn svokallaði innlagnarvandi sé ekki nýr af nálinni og stafi að stórum hluta af því að skortur sé á úrræðum fyrir eldri borgara sem geti ekki útskrifast beint til síns heima án aðstoðar. Meira »

Leggja til lækkun skatta og sölu banka

16:04 Lækkun skatta á fjármálafyrirtæki, sala Íslandsbanka til erlendra aðila og stofnun gagnagrunns með upplýsingar um skuldir einstaklinga og lögaðila eru meðal helstu tillagna í hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »

Jöklamyndir RAX í NY Times

15:45 Viðtal við Ragnar Axelsson, RAX, er í New York Times í dag um sýninguna Jökull sem lauk nýverið í Ásmundarsal.   Meira »

Aðeins einn staðfest komu sína

14:41 Til stendur að ummæli um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson verði rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag. Það veltur þó á því hvort þingmennirnir fjórir staðfesti komu sína á fundinn. Meira »

Foreldrar sæki börn vegna veðurs

14:36 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja foreldra og forráðamenn yngri barna til að sækja börn i frístunda- og/eða íþróttastarf eftir klukkan 16 í dag sökum veðurs. Meira »

Fundur um ummæli Gunnars verður opinn

13:18 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt beiðni Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að fundur, eða fundir, nefndarinnar þar sem ræða á ummæli þingmanna Miðflokksins um meinta sendi­herra­stöðu fyr­ir Gunn­ar Braga Sveinsson, verði opnir. Meira »

Spá stormi á höfuðborgarsvæðinu

12:25 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þá hefur Veðurstofan hvatt fólk til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Meira »

Ellert B. Schram á þing í stað Ágústs

12:01 Ellert B. Schram tekur sæti á Alþingi í dag sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar.   Meira »

Bára afhenti Alþingi upptökurnar

11:45 Skrifstofa Alþingis er komin með hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Stundin greinir frá því að Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna, hafi afhent Alþingi upptökurnar um helgina. Meira »

Ófært víða á landinu

11:44 Ófærð er víða á landinu, einkum á miðhálendinu og á Suðurlandi. Nesjavallaleið er lokuð vegna snjóa og er gul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins. Hálka og hálkublettir eru víða um landið, t.a.m. á Hellisheiði og í Þrengslum en snjóþekja á Mosfellsheiði. Meira »

Mannréttindafundur í Iðnó

11:34 Opinn fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar fer fram í dag á alþjóðlegum degi mannréttinda. Hægt var að fylgjast með honum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Vegabréfsáritanir stóraukast á Indlandi

11:16 Vegna undirbúnings og uppsetningar á áritunarstöðvum fyrir vegabréfsáritanir og þjónustu tengda þeim í Nýju-Delí á Indlandi og Washington í Bandaríkjunum er lagt til að auka fjárheimildir til utanríkisráðuneytisins um 45 milljónir króna í fjáraukalögum fyrir árið 2018. Meira »

Krefja þrjár konur um bætur

11:15 Tveir karlmenn, sem sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu svokallaða, hafa stefnt Hildi Lillendahl Viggósdóttur fyrir færslu sem hún birti á Facebook. Krefjast þeir að hún verði dæmd til að greiða þeim hvorum um sig 1,5 milljónir króna. Meira »

Eldur í reykkofa á Svalbarðsströnd

11:14 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út nú á ellefta tímanum í morgun eftir að tilkynnt var um þykkan svartan reyk frá útihúsi í Heiðarholti á Svalbarðsströnd. Meira »

Hálfur milljarður til útlendingamála

10:58 „Þrátt fyrir að dregið hafi úr tilhæfulausum umsóknum vegna breytinga á regluverki, hefur umsóknum um alþjóðlega vernd fjölgað,“ segir í greinargerð fjáraukalaga til stuðnings þess að heimild til aukningar framlags til útlendingamála fyrir árið 2018 verði hækkuð um 529,2 milljónir króna. Meira »

Saksóknari fái 32 milljónir

10:26 Ríkisstjórnin biður í fjáraukalögum um heimild til þess að hækka áætluð útgjöld til dómsmála um 9,3 milljónir króna í fjáraukalögum til þess að mæta kostnaði við settan saksóknara og aðstoðarmanns í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, en heildarkostnaður var 32,1 milljón króna. Meira »

Bílvelta í Ármúla

10:25 Bílvelta varð á gatnamótum Ármúla og Háaleitisbrautar, í nágrenni Samgöngustofu, um níuleytið í morgun. Tveir sjúkrabílar og lögregla voru kölluð á staðinn. Meira »

Jan Mayen-þorskur líklega frá Íslandi

10:23 Góð þorskveiði norska línubátsins Loran í norskri lögsögu við Jan Mayen síðsumars og í haust hefur vakið athygli og spurningar um hvaðan þorskurinn komi. Meira »

Óttast ástandið þegar flensan bætist við

09:24 „Það er eðli bráðaþjónustunnar að þar verða sveiflur. Álagið hefur verið að aukast að meðaltali og við óttumst sérstaklega tímann þegar flensan kemur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...
Námskeið fyrir áhugaljósmyndara
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...